Fleiri fréttir

Ósammála því að úrskurðarnefnd tefji aðgang að upplýsingum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera.

Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum

Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum.

Játuðu að hafa komið til Íslands til að selja fíkniefni

Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi.

Óvenjumargir greinst með lifrarbólgu C á árinu

Hópur sprautufíkla fer stækkandi hér á landi og er úrræða þörf að sögn sóttvarnalæknis. Óvenjumargir hafa greinst með lifrarbólgu C það sem af er ári, eða 72. Þar af eru um 22 endursmit einstaklinga sem áður höfðu læknast af sýkingunni.

Leggur áherslu á NPA-þjónustu fyrir börn

Félagsmálaráðherra segist hafa lagt ríka áherslu á það að notendastýrð persónuleg aðstoð eða NPA-þjónusta við börn sé aukin. Gagnrýni Sambands íslenskra sveitarfélaga um trúnaðarbrest vegna þjónustunnar sé byggð á misskilningi.

„Sorglegt að þetta geti farið svona“

Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu.

Það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra

Karen Halldórsdóttir segir frá þeirri stund þegar hún færði börnum bróður síns fréttir sem urðu þeim þungt áfall. Að hann sæti í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra kynferðisbrota.

Aðstandendur á Íslandi undir mestu álagi allra í Evrópu

Ný skýrsla Eurostat sýnir að íslenskur almenningur sinnir meiri umönnun en aðrar þjóðir og langtum meiri en hinar Norðurlandaþjóðirnar. Formaður Öryrkjabandalagsins segir þessar niðurstöður ríma vel við það sem hefur verið haldið hér fram, að hið opinbera velti ábyrgðinni yfir á fjölskyldur.

Sala Sigurhæða sett í biðstöðu

Bæjarráð Akureyrar hefur falið Akureyrarstofu að skoða hugmyndir sem komið hafa fram um nýja nýtingu á Sigurhæðum, skáldahúsi Matthíasar Jochumssonar. Áætlanir bæjarstjórnar um að selja húsið hafa vakið sterkar tilfinningar í bænum.

Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni

Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.

Ráðherrar vilja grænni spor í byggingariðnaði

Ráðherrar húsnæðis- og byggingarmála á öllum Norðurlöndunum vilja að dregið verði úr losun koltvísýrings frá húsnæði og byggingariðnaði. Ráðherra húsnæðismála hér á landi segir að með samræmdum aðgerðum sé hægt að ná betri árangri og tryggja að skref í þá átt verði markvissari.

Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa

Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra.

HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt

Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði.

Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur

Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum.

Tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi

Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir Guðmundi Jónssyni fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. Sem skipaður skiptastjóri dánarbús dró hann sér 53 milljónir úr dánarbúi á þriggja ára tímabili.

Stórefla þarf slysaskráningu hér á landi

Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti.

Perry segir norður­slóðir barma­fullar af orku­auð­lindum

Orkumálaráðherra Bandaríkjanna segir norðurslóðir barmafullar af auðlindum eins og gasi sem megi nýta á skynsaman hátt íbúunum þar og heimsbyggðinni til hagsbóta. Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump um nýtingu auðlinda í Alaska sé gott dæmi um þetta.

Sjá næstu 50 fréttir