Fleiri fréttir

Hasspípur liggja eins og hráviði

Heimatilbúnar hasspípur úr plastflöskum hafa fundist eins og hráviði víða um Norðlingaholtshverfi. Áhyggjufullur íbúi deildi mynd af slíku verkfæri inn á íbúa­síðu hverfisins á dögunum og kvaðst hafa rekist á tug slíkra á göngu sinni í Björnslundi í vikunni.

UNESCO spyr líka um Gjábakkaveg

Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat.

„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“

„Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.

Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti.

Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum

Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga.

Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva

Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sjö danskir karlar hafa verið dæmdir fyrir að kaupa barnaníð sem streymt er beint á netinu og lögregla hér á landi hefur fengið ábendingar sem vekja upp grun um að Íslendingar tengist slíkri brotastarfsemi.

Hlaupinu í Múlakvísl lokið

Hlaupinu í Múlakvísl er lokið og rafleiðni er komin í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá hefur rennsli einnig minnkað.

Una sækist eftir embætti ritara VG

Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvestukjördæmi og formaður Landssamtaka ungmennafélaga, sækist eftir embætti ritara flokksins.

Kulnun í starfi er flókið og alvarlegt fyrirbæri

Mikið hefur verið rætt um kulnun í starfi á undanförnum mánuðum hér á landi. Að sögn Lindu Báru Lýðsdóttur, sálfræðings og sviðsstjóra hjá VIRK, þarf þó margt að koma til svo að fólk endi með alvarleg einkenni kulnunar.

Mikil andstaða við þvinganir

Andstaða við sameiningaráform Sigurðar Inga Jóhannssonar er mikil innan lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni. Oddviti Skorradalshrepps segir stóru sveitarfélögin alls ekki betur rekin en þau minni.  

Geggjað stuð á Akureyri

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er á fimmtudaginn en sama dag er sex ára afmæli Grófarinnar gerðverndarmiðstöðvar á Akureyri. Grófin heldur tónleika á Græna hattinum af þessu tilefni.

Telur að hækka eigi erfðafjárskatt

Þingmaður segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast.

Heimaþjónusta veitt með skjáheimsóknum

Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir