Fleiri fréttir

Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland

Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða.

Umboðsmaður glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum

Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt.

Telja heilatengda sjónskerðingu vangreinda hér á landi

Talið er að heilatengd sjónskerðing sé verulega vangreind hér á landi og ekki liggur fyrir hversu margir eru greindir með slíka skerðingu. Það tók unga konu tuttugu og fjögur ár að fá viðurkenningu á sinni sjónskerðingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Komið hefur fyrir að þvingunarúrræðum sé beitt á geðdeild, sem ekki er heimild fyrir í lögum að sögn umboðsmanns Alþingis.

Grunsemdir knýi á um fund með ráðherra

Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis.

Rick Perry mættur til Íslands

Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er kominn til landsins og sótti heim höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegið í dag.

„Eldstöðin er að minna á sig“

Síðast gaus Hekla í febrúarmánuði árið 2000. Náttúruvársérfræðingur segir að aukin skjálftavirkni í Heklu þurfi ekki endilega að vera fyrirboði goss en Veðurstofa Íslands hefur nýlega stórbætt vöktunarkerfi í nágrenni við eldstöðina en hið nýja vöktunarkerfi sýnir fleiri og minni skjálfta.

Brynjar sakar stjórn­völd um að­för að dóms­valdinu

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli.

Nýir bílar slökkviliðsins komnir til landsins

Nýju slökkvibílarnir verða teknir í notkun, einn af öðrum, fram að áramótum að lokinni þjálfun slökkviliðsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær fjóra nýja bíla á einu bretti.

Hundur beit konu í Keflavík

Kona kom á lögreglustöðina í Keflavík í mánudag og tilkynnti að hún hefði verið bitin af hundi.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.