Fleiri fréttir

Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka

Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær.

Bæta þurfi skilyrði til barneigna

Lengja þarf fæðingarorlof, hækka hámarksgreiðslur og lækka leikskólaaldur vilji yfirvöld hækka fæðingartíðni á Íslandi. Fæðingartíðni er í sögulegu lágmarki á Íslandi en telst þó með hærra móti miðað við önnur ríki í Evrópu.

MDE dæmir Exeter-mál á þriðjudaginn

Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn íslenska ríkinu á þriðjudag, 17. júlí. Styrmir, sem er fyrrverandi forstjóri MP banka, var árið 2013 dæmdur af Hæstarétti Íslands til eins árs fangelsis í hinu svokallaða Exeter-máli. Styrmir kvartaði til Mannréttindadómstólsins sem tók málið til meðferðar vorið 2016.

Efast um tölurnar í dómnum

Bróðir fatlaðs manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi forstöðumanns hjá Ísafjarðarbæ dregur í efa að upplýsingarnar sem koma fram í dómi héraðsdóms yfir forstöðumanninum séu réttar.

Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu.

Ummælin til marks um slæma samvisku

Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið.

Komu innlyksa gönguhópi yfir Hrunaá

Fólkið kom vitlaust niður að ánni og var innlyksa við klettanef þar eftir að kona úr hópnum slasaði sig á fæti. Meiðsl hennar reyndust minni en talið var í fyrstu.

Aukið átak í leit að fölsuðum skilríkjum

Þrefalt fleiri hafa framvísað fölsuðum skilríkjum, milli ára, hjá Þjóðskrá og óskað eftir íslenskri kennitölu til að geta starfað hér á landi. Aukninguna má að hluta rekja til betra eftirlits en lögreglan áttaði sig á brotalöm í kerfinu sem leiddi til þess að nokkur fjöldi utan Evrópska efnahagssvæðisins fékk kennitölu á fölsuðum skilríkjum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvissa í ferðaþjónustu, bruni á stúdentagörðum og tannskemmdir af völdum orkudrykkjaþambs er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Asparkorn fjúka á allt og alla

Síðustu daga hefur snjóað asparfræjum frá Alaskaösp víða á höfuðborgarsvæðinu. Fræin sem líkjast helst bómullarhnoðrum eða snjóflygsum svífa um í leit að heppilegum jarðvegi til að festa rætur í.

Tilfellin orðin tólf

Tvö börn til viðbótar hafa greinst með e. coli-sýkingu og eru tilfellin því tólf sem þekkt eru. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi.

Konan laus úr haldi lögreglu

Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus.

Örkumla eftir að ekið var á hann á gangbraut

62 ára karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að sýna af sér stórfelld gáleysi þegar hann ók á gangandi vegfaranda á gangbraut á Bitruhálsi í Reykjavík þann 4. desember 2017.

Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda

Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag.

Ís í Efsta­dal II það eina sem börnin níu eiga sam­eigin­legt

Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa.

Segir Ís­lendinga hand­bendi eitur­lyfja­baróna

Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum.

Sjá næstu 50 fréttir