Fleiri fréttir

Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld

Skólaráð Brekkuskóla telur kennsluaðstæður í íþróttum lélegar þar sem bærinn setji menntaskólanemendur í íþróttir á sama tíma. Frístundaráð Akureyrarbæjar svaraði skólanum fullum hálsi og telur erindið fráleitt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga og ágangs manna að mati Þorleifs Eiríkssonar dýrafræðings Rætt verður við Þorleif í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.

171 hús enn í snjóflóðahættu

Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir árið 2010 á enn eftir að reisa tæplega helming varnarvirkjanna. Ofanflóðasérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga á áhættusvæðum hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar að ljúka verkinu á næstu tíu árum enda sé enn hundraðsjötíuogeitt hýbýli á hættusvæði víðs vegar um landið.

Lágmarksaldur í ófrjósemisaðgerð lækkar

Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt.

Ótímabundnu hléi á samskiptum íslenskra stjórnvalda við Rússa lokið

Íslensk stjórnvöld eru smám saman að vinda ofan af aðgerðum sínum gegn Rússlandi en fyrir rúmu ári ákvað ríkisstjórnin að tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum yrði slegið á frest ótímabundið til að mótmæla eiturefnaárás Rússa í breska bænum Salisbury sem beindist gegn Sergej Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum.

Deildu um ársreikning

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, segir að með ársreikningnum sé verið að senda borgarstjórn gula spjaldið.

Þriðji orkupakkinn vekur lítinn áhuga

Meira en þriðjungur almennings veit ekki hvort hann er hlynntur eða andvígur samþykkt þriðja orkupakkans. Ráðherra orkumála segir kappkostað að koma upplýsingum á framfæri.

Henti sér á bíl og hékk þar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að ekið hefði verið á gangandi vegfaranda í austurborginni. Í dagbók lögreglunnar segir að í ljós hafi komið að um ágreining hafi verið að ræða.

Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum

"Þetta eru fínustu lömb, hress og heilbrigð. Burðurinn gekk ágætlega hjá henni, það komu reyndar tvö á afturfótunum, það var eitthvað sem við leystum auðveldlega. Þetta eru sæðingalömb undan sæðingahrúti, þannig að eitthvað af þeim verður líklega í ásetningshópnum í haust, segir Tómas Jensson,“ bóndi á Teigi í Fljótshlíð.

Mjaldrasysturnar fá endanlegan lendingardag

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít, sem flytja á frá Kína í hvalaathvarf samtakanna Sea life trust við Vestmannaeyjar, munu koma hingað til lands 19. júní.

Sökk á nokkrum mínútum úti fyrir Hvammstanga

Mannbjörg varð þegar bátur sökk úti fyrir Hvammstanga í nótt . Varaformaður björgunarsveitarinnar Húna segir að ekki hefði mátt tæpara standa en báturinn sökk skömmu eftir að sveitin kom að. Þrír bátsverjar voru komnir í flotgalla og var bjargað úr sjónum

Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu

Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, tók við formennskukeflinu af Timo Soini, finnskum starfsbróður sínum, á fundi utanríkisráðherra ráðsins sem lauk fyrr í dag í Finnlandi.

Sjá næstu 50 fréttir