Fleiri fréttir

Heimdallur lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Andersen

Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir yfir vonbrigðum með Sigríði Á. Andersen, starfandi dómsmálaráðherra, vegna trúnaðarbrests í starfi. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag í kjölfar nýlegrar umræðu um uppreist æru og stjórnsýsluframkvæmd.

Einn fluttur á slysadeild eftir aftanákeyrslu

Umferðarslys varð við Höfðabakka í Reykjavík á þriðja tímanum í dag. Bíl var þá ekið aftan á annan með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á vettvang í kjölfarið.

23,4°C á Seyðisfirði í dag

Hlýtt hefur verið á landinu í dag og í gær. HItinn fór mest í 23,4°C á Seyðisfirði í dag en það er hærri hiti en hefur mælst í Reykjavík í allt sumar.

Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta fékk uppreist æru

Sigurður Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður meistarflokks KR, var á meðal þeirra sem fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Sigurður Ágúst var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010.

Björt framtíð verður með í starfsstjórn

Hann sagði Bjarta framtíð ekki hafa rætt kosningabandalag við Viðreisn og að þá væri auk þess skrýtin tilhugsun að starfa aftur með Sjálfstæðisflokknum eins og staðan er nú.

Framsókn gengur tvíefld til kosninga

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn.

Helgi Hrafn ætlar í framboð fyrir Pírata

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun.

Leirfinnur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir

Hinn goðsagnakenndi Leirfinnur verður sýndur á sýningu ljósmyndarans Jacks Letham um Guðmundar- og Geirfinnsmál í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Styttan olli miklum usla á sínum tíma og hefur valdið mönnum heilabrotum alla tíð.

Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli

Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing.

Ráðuneytið dregur að afhenda gögnin

Gögn um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar fengust ekki afhent í gær. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðuneytið talið líklegt að það tækist þann daginn. Ekki var unnt að afhenda hluta gagnanna.

Forystukapall og átök í vændum fyrir kosningar

Formannsstóll Benedikts Jóhannessonar er orðinn verulega heitur og óvíst hvort hann verði formaður í komandi kosningum. Guðlaugur Þór sætir færis innan Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð útilokar ekki nýtt framboð.

Sigmundur Davíð ætlar aftur í framboð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar ekki að tjá sig um framgöngu og ákvarðanir forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í málum varðandi uppreist æru, fyrr en búið væri að fara yfir þau mál.

Sjá næstu 50 fréttir