Fleiri fréttir

Mynduðu stjórn um mikilvæg málefni en vita ekki hver þau eru

Hægt mjakast í viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi. Stjórnarandstaðan hefur ekki fengið svör við því hvaða mál þurfi að hjálpa ríkisstjórninni með í gegnum þingið fyrir kosningar og hefur ekki verið svarað um nákvæma dagsetningu alþingiskosninga í haust.

Flýta flugi til að forðast Keflavík

Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli.

Skiptar skoðanir meðal framsóknarráðherra um flokksþing

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur ekki þörf á því að boða til flokksþings framsóknarmanna og kjósa um forystu flokksins. Umhverfisráðherra segir hins vegar sjálfsagt að flýta flokksþingi ef kosningum verður flýtt.

Mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag

Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag í haust áður en viðræður hefjast um málefnalista stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ætlar að funda með stjórnarandstöðunni á morgun.

Sigurður Ingi boðar stjórnarandstöðuna á fund

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, hefur boðað forystumenn stjórnarandstöðunnar á fund sinn á morgun þar sem hann mun væntanlega ræða við þá um málalista nýrrar ríkisstjórnar sem tók við í liðinni viku.

Harma frestun hjartaaðgerðar

Nýting bráðalegurýma á Landspítalanum er að jafnaði um 100 prósent eða meira sem er langt umfram það sem eðlilegt telst á bráðasjúkrahúsum.

Lögreglan misreiknaði fjölda mótmælenda

Mikill munur hefur verið á mati lögreglunnar á því hversu margir hafa sótt Austurvöll yfir mótmælin og talningu skipuleggjanda. Útlit er fyrir að lögreglan hafi vanmetið stærð vallarins við útreikninga sína.

Óljós dagskrá þingfunda næstu daga

Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins.

Fjórum kanóræðurum bjargað

Fjórir menn í kanó voru hætt komnir í Holtsósi undir Eyjafjöllum síðdegis í gær. Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem hélt af stað með tvo kafara innanborðs, en áður en hún kom á vettvang hafði vegfarendum og ábúendum á bænum Varmahlíð, tekist að bjarga þremur úr sjónum, en sá fjórði komst í land af sjálfsdáðum.

Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga.

Vilja skógrækt á Grundartanga

Stjórn Faxaflóahafna segist reiðbúinn í samstarf við ELKEM Ísland ehf. og Silicor Materials um þá hugmynd "að ráðist verði í verulega skógrækt á Grundartanga“, segir í fundargerð stjórnarinnar.

Samherji byggir upp á Dalvík

Samherji áformar að reisa nýtt hátæknifrystihús á Dalvík á komandi misserum og með því styrkja ennfremur landvinnslu sína í sveitarfélaginu.

Töluvert skattahagræði

Fléttan sem bankar buðu einstaklingum með stofnun aflandsfélaga er flókin. Fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg segja ekkert óeðlilegt við viðskiptin og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins sagði þau í takt við tímann.

Hittu á lofandi heitavatnsæðar

Við rannsóknarboranir við Hoffell í Hornafirði fundust heitar vatnsæðar á miklu dýpi. Ekki útilokað að 25 ára leit skili nægu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Bæjarstjórinn segir ávinninginn augljósan ef allt gengur upp.

Ekki tímabært að ákveða kjördag

Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára.

Sjá næstu 50 fréttir