Lögregla varar við tvenns konar internetsvindli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. apríl 2016 20:51 Internet svindl er eitthvað sem allir verða að vara sig á. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tvenns konar internetsvindlum sem borist hafa ábendingar um yfir helgina. „Önnur er hjálparbeiðni vinar í útlöndum og hin er svindl lán,“ segir á Facebook-síðu embættisins. Þar lýsir lögreglan nákvæmlega hvað felst í svindlunum. Lögreglan segir hjálparbeiðnina hvimleitt svindl.„Hér hefur vinur þinn eða kunningi lent í því að missa stjórn á fésbókarreikningnum eða netfangi sínu,“ skrifar lögreglan og birtir meðfylgjandi mynd. „Það gerist yfirleitt þannig að viðkomandi hefur opnað fésbókina eða netpóst á vírussýktri tölvu sem afritar aðgangsupplýsingar og sendir á tölvuþrjóta. Þetta eru erfiðustu vírusarnir í dag og eru kallaðir Trójuhestar eftir þjóðsögunni um Tróju þegar Grikkir laumuðu sér inn í borgina í líkneski af risahesti. Þessi vírus skemmir ekkert en afritar allar aðgerðir og sendir á þrjótanna sem yfirleitt selja slíkar upplýsingar áfram. Þeir sem nota síðan upplýsingarnar senda út hjálparbeiðni eins og vinur/vinkona/kunningi sé í útlöndum og sé búinn að tapa aleigunni og vanti ríflega 1000 evrur eða dollara til að bjarga sér. Það er náttúrlega bull. Í heimi nútíma samskipta þarf ekki að bjarga sér á þennan hátt og ekki taka mark á slíkum skeytum. Það dapurlega er að komist eigandinn aftur yfir aðganginn sinn er oft búið að eyða öllum gögnum og pósti af reikningnum sem þrjótarnir gera til að fela slóð sína.“ Þá fjallar lögreglan um svindl sem snýr að lánatilboði. „Þá eru sumir að fá lánatilboð í netpóstinn sinn. Oft á ævintýralegum kjörum. Það eins og annað sem er of gott til að vera satt er einmitt of gott til að vera satt. Markmið svindlarans er að fá þig til að svara og svo er þér sent tilboð sem er ævintýralega gott. En til að fá það þá þarftu að borga skráningargjöld og þar er verið að svíkja þig. Ef þig vantar lán þá talar þú við lánastofnun. Það er enginn að fara að senda þér frábært lánatilboð í einkapósti á einhvern handahófskenndan hátt.“NÝJAR NETSVINDLS FRÉTTIRHJÁLPARBEIÐNIR OG LÁNATILBOÐVið höfum verið að fá tvennskonar tilkynningar yfir helgina. Ö...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, April 11, 2016 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við tvenns konar internetsvindlum sem borist hafa ábendingar um yfir helgina. „Önnur er hjálparbeiðni vinar í útlöndum og hin er svindl lán,“ segir á Facebook-síðu embættisins. Þar lýsir lögreglan nákvæmlega hvað felst í svindlunum. Lögreglan segir hjálparbeiðnina hvimleitt svindl.„Hér hefur vinur þinn eða kunningi lent í því að missa stjórn á fésbókarreikningnum eða netfangi sínu,“ skrifar lögreglan og birtir meðfylgjandi mynd. „Það gerist yfirleitt þannig að viðkomandi hefur opnað fésbókina eða netpóst á vírussýktri tölvu sem afritar aðgangsupplýsingar og sendir á tölvuþrjóta. Þetta eru erfiðustu vírusarnir í dag og eru kallaðir Trójuhestar eftir þjóðsögunni um Tróju þegar Grikkir laumuðu sér inn í borgina í líkneski af risahesti. Þessi vírus skemmir ekkert en afritar allar aðgerðir og sendir á þrjótanna sem yfirleitt selja slíkar upplýsingar áfram. Þeir sem nota síðan upplýsingarnar senda út hjálparbeiðni eins og vinur/vinkona/kunningi sé í útlöndum og sé búinn að tapa aleigunni og vanti ríflega 1000 evrur eða dollara til að bjarga sér. Það er náttúrlega bull. Í heimi nútíma samskipta þarf ekki að bjarga sér á þennan hátt og ekki taka mark á slíkum skeytum. Það dapurlega er að komist eigandinn aftur yfir aðganginn sinn er oft búið að eyða öllum gögnum og pósti af reikningnum sem þrjótarnir gera til að fela slóð sína.“ Þá fjallar lögreglan um svindl sem snýr að lánatilboði. „Þá eru sumir að fá lánatilboð í netpóstinn sinn. Oft á ævintýralegum kjörum. Það eins og annað sem er of gott til að vera satt er einmitt of gott til að vera satt. Markmið svindlarans er að fá þig til að svara og svo er þér sent tilboð sem er ævintýralega gott. En til að fá það þá þarftu að borga skráningargjöld og þar er verið að svíkja þig. Ef þig vantar lán þá talar þú við lánastofnun. Það er enginn að fara að senda þér frábært lánatilboð í einkapósti á einhvern handahófskenndan hátt.“NÝJAR NETSVINDLS FRÉTTIRHJÁLPARBEIÐNIR OG LÁNATILBOÐVið höfum verið að fá tvennskonar tilkynningar yfir helgina. Ö...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, April 11, 2016
Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent