Mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag Höskuldur Kári Schram skrifar 11. apríl 2016 18:45 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag þegar hún tók við völdum. Vísir/Anton Brink Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag í haust áður en viðræður hefjast um málefnalista stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ætlar að funda með stjórnarandstöðunni á morgun. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað kosningar í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Engin dagsetning liggur fyrir en Bjarni Benediktsson fjármálráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að það muni skýrast á næstum vikum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ætlar að funda með stjórnarandstöðunni á morgun en forystumenn hennar segja mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag sem fyrst. „Ríkisstjórnin verður að setja niður dagsetningu og koma fram með þau mál sem hún óskar eftir því að fá afgreidd. Það er bara eðlilegur framgangsmáti í mannlegum samskiptum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Við viljum fá kosningar sem fyrst. Það er bara skýr krafa úr samfélaginu að þessi ríkisstjórn hefur ekki það traust sem hún þarf til þess að halda áfram,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG segir eðlilegt að ríkisstjórnin upplýsi um sín áform. „Hún hefur verið furðulega loðin um þau áform og jafnvel gefið misvísandi skilaboð. Þannig auðvitað teljum við eðlilegt að þau tali skýrt um það hvað þau vilja,“ segir Katrín. Óttarr Proppé segir stjórnmálakreppu ríkja á Íslandi. „Það er óljóst hver staðan er. Það að bæta ofaná það óvissu um það hvenær kosningar eru er mjög óráðlegt,“ segir Óttarr. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar segja mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag í haust áður en viðræður hefjast um málefnalista stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ætlar að funda með stjórnarandstöðunni á morgun. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað kosningar í haust eða um leið og búið verður að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Engin dagsetning liggur fyrir en Bjarni Benediktsson fjármálráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að það muni skýrast á næstum vikum. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ætlar að funda með stjórnarandstöðunni á morgun en forystumenn hennar segja mikilvægt að ríkisstjórnin ákveði kjördag sem fyrst. „Ríkisstjórnin verður að setja niður dagsetningu og koma fram með þau mál sem hún óskar eftir því að fá afgreidd. Það er bara eðlilegur framgangsmáti í mannlegum samskiptum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Við viljum fá kosningar sem fyrst. Það er bara skýr krafa úr samfélaginu að þessi ríkisstjórn hefur ekki það traust sem hún þarf til þess að halda áfram,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata. Katrín Jakobsdóttir formaður VG segir eðlilegt að ríkisstjórnin upplýsi um sín áform. „Hún hefur verið furðulega loðin um þau áform og jafnvel gefið misvísandi skilaboð. Þannig auðvitað teljum við eðlilegt að þau tali skýrt um það hvað þau vilja,“ segir Katrín. Óttarr Proppé segir stjórnmálakreppu ríkja á Íslandi. „Það er óljóst hver staðan er. Það að bæta ofaná það óvissu um það hvenær kosningar eru er mjög óráðlegt,“ segir Óttarr.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira