Fleiri fréttir

Hjólar í Íslandsvin og hommahatara

Páll Óskar hvetur Íslendinga til þess að senda nýleg ummæli Graham áfram á biskup Íslands "eða einhverja aðra grúppíu hans úr þjóðkirkjunni.

Loksins opið í Bláfjöllum

Brekkurnar í Bláfjöllum verða opnar í dag frá klukkan 14 til 21. Ekki hefur verið opið í brekkunum sökum veðurs í viku eða frá því síðasta þriðjudag.

Óvenju mikið um hval á loðnumiðunum

Óvenju mikið er af hvölum á loðnumiðunum norðaustur af Langanesi og eru þeir að sækja í loðnuna í kap0pi við veiðiskipin. Að sögn Sigurjóns Sigurbjörnssonar stýrimanns á fjölveiðiskipinu Polar Amarok virðist hvölum fjölga ár frá ári.

Þurftu að kaupa gögn um sjúkrahótel

Landspítali þurfti, líkt og aðrir verktakar, að kaupa útboðsgögn um sjúkrahótel í fyrra til að öðlast upplýsingar. Framkvæmdastjóri sjúkrahótelsins segir samráð hafa átt sér stað í aðdraganda útboðs.

Unnu úr 263.000 tonnum

Fiskimjölsverksmiðjurnar þrjár sem Síldarvinnslan á og rekur í Neskaupstað, á Seyðisfirði og í Helguvík tóku á síðasta ári á móti rúmlega 263 þúsund tonnum af hráefni. Í sömu röð unnu verksmiðjurnar úr 145.911 tonnum; 73.928 tonnum og 43.656 tonnum. Á árinu 2014 tók verksmiðjan í Neskaupstað á móti 110.215 tonnum af hráefni, verksmiðjan á Seyðisfirði 24.283 tonnum og verksmiðjan í Helguvík 27.273 tonnum.

Aukið leyfi fyrir Norðurál kært

Umhverfisvaktin í Hvalfirði hefur kært Umhverfisstofnun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar um að veita Norðuráli nýtt starfsleyfi sem felur í sér framleiðsluaukningu um 50 þúsund tonn af áli á ári – eða í 350 þúsund tonn.

Safna fyrir sjálfsvígsmiðstöð

Stefnt er að stofnun meðferðarúrræðis fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum að fyrirmynd samtaka á Írlandi. Kona sem hefur reynt sjálfsvíg segir spítalavist og lyf ekki leysa vandann. Bjóða þurfi upp á meira samtal.

Fimmtungur starfandi sérgreinalækna 67 ára eða eldri

Meðalaldur sérgreinalækna sem starfa samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands er 57,5 ár. Elsti sérgreinalæknirinn er 78 ára gamall en sá yngsti er 36 ára. Fimmtungur allra lækna með rammasamning við Sjúkratryggingar hefur náð 67 ára aldri.

Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra

Kólumbísk yfirvöld vilja svör um hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fer fram hérlendis. Dómstóll þar segir að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Gæti verið fyrsta landið sem býður upp á slíkar ættleiðingar hingað.

Áður óþekktur skaðvaldur greindist í rósum

Nýr plöntusjúkdómur hefur greinst á Íslandi. Skaðvaldurinn er baktería sem barst til landsins með innflutningi á rósagræðlingum. Bakterían herjar á ýmsar plöntutegundir og getur valdið miklum afföllum í m.a. kartöflu- og tómatarækt.

Hóta ráðherra málsókn vegna laxeldis í sjókvíum

Landssamband veiðifélaga (LV) ætlar að láta sverfa til stáls svari Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki umleitunum sambandsins vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis á laxi í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Í mars í fyrra sendi Óðinn Sigþórsson, þáverandi formaður LV, ráðherra bréf þar sem áformum um eldi á norskum laxi í sjó var harðlega mótmælt. Var þar vísað til nefndarvinnu árið 1988 þar sem sérstaklega var fjallað um reglur um dreifingu norskra laxastofna hér við land. Niðurstaðan, undirrituð af stjórnvöldum og hagsmunaaðilum, var að eldi innfluttra laxastofna skyldi eingöngu heimilt í strandeldisstöðvum og óheimilt með öllu að ala norskan lax við Íslandsstrendur.

Nýr plöntusjúkdómur á Íslandi

Nýr plöntusjúkdómur sem valdið getur miklum afföllum í tómata- og kartöfluræktun hefur borist til Íslands. Vonir standa til að tekist hafi að uppræta hann.

Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn

Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins.

Bíða skýrslu um samninginn

Eigendur sjúkrahótelsins við Ármúla hafa sagt upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands og segja ágreining uppi milli Landspítalans og fyrirtækisins.

584 flóttamenn síðustu sex áratugina

Íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum sem aðilar að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1956. Sextán sveitarfélög hafa tekið við flóttafólki. Mikil fjölgun síðustu tvo áratugina.

Undrast að ekki sé leitað besta tilboðs

Formaður Samfylkingar segir kapp forsætisráðherra veikja samningsstöðu ríkisins. Bjóða þurfi út húsnæði fyrir Stjórnarráðið til að fá hagstæðasta verðið fyrir ríkið. Málið ekki rætt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Veitingastöðum í miðbænum fjölgi um 70

Veitingastöðum í miðborginni gæti fjölgað um 70 á næstu fimm árum. Kvótar hindra að fleiri veitingastaðir bætist við á ákveðnum svæðum. Húseigendur þeir einu sem hagnast verulega á fyrirkomulaginu, segir veitingamaður.

Engin kennsla í gildum fyrir innflytjendur

Sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum undirbúa handbók til að hjálpa innflytjendum að aðlagast samfélaginu. Ótal spurningar um hversdagslega hluti berast samtökunum daglega. Ekkert skipulag hefur verið á fræðslunni hingað til.

Landsnet með í stórri rannsókn

Landsnet er meðal þátttakenda í evrópska rannsóknarverkefninu MIGRATE sem hlotið hefur um 2,5 milljarða króna [17 milljónir evra] styrk úr Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun.

Sjá næstu 50 fréttir