Undrast að ekki sé leitað besta tilboðs Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, undrast að nýtt húsnæði fyrir Stjórnarráðið sé ekki boðið út. Samningsstaða ríkisins sé slæm ef einn aðili er framar í röðinni við að byggja hús fyrir hið opinbera. Málefni lóðarinnar á Hafnartorgi hafa ekki verið rædd innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það hlýtur að þurfa að leita eftir besta verði í útboði þegar húsnæðis er aflað fyrir Stjórnarráðið. Það gengur ekki að forsætisráðherra geti boðið einhverjum framkvæmdaaðilum lóðir ríkisins, án útboðs eða verðmats, til að fá þá til að hætta við að byggja hús sem ráðherra finnast ljót. Þá eru skattborgarar að greiða peninga til að fegurðarsmekkur forsætisráðherrans skaðist ekki. Í framhaldinu verður þá rakinn gróðavegur fyrir byggingaraðila að koma með vondar teikningar og bíða þess svo að forsætisráðherra banki upp á og gefi þeim ríkiseignir til að fá þá til að hætta við,“ segir Árni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Stöð 2 á föstudag að verið væri að ræða við einkahlutafélagið Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum. Ríkið tæki yfir lóðina á Hafnartorgi en Landstólpi eignaðist lóð ríkisins við Skúlagötu. Aftur á móti sagði forsætisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar daginn eftir að unnið væri að teikningum í samvinnu við eigendur Hafnartorgslóðarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir málið aldrei hafa verið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins og undir það tekur Vilhjálmur Bjarnason, samflokksmaður hans. Brynjar segist ekki hafa nokkurn áhuga á málinu. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segist ekki geta tjáð sig um málefni Hafnartorgsins þar sem málið sé ekki statt hjá þeim. Framkvæmdasýslu ríkisins er ekki skylt að koma að fyrstu stigum opinberra framkvæmda. „Samkvæmt lögum þá ber Framkvæmdasýslu ríkisins að hafa umsjón með þriðja stigi opinberra framkvæmda, sem eru verklegar framkvæmdir. Þetta tiltekna mál hefur ekki komið á borð stofnunarinnar. Samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda fara verklegar framkvæmdir sömu leiðina, fyrst í frumathugun og áætlunargerð áður en komið er að verklegri framkvæmd,“ segir Halldóra. Gísli Steinar Gíslason hjá Landstólpa þróunarfélagi ehf. vildi ekki tjá sig um málið. Sagði hann það í ákveðnum farvegi og á meðan svo væri myndu forsvarsmenn einkahlutafélagsins ekki tjá sig. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, undrast að nýtt húsnæði fyrir Stjórnarráðið sé ekki boðið út. Samningsstaða ríkisins sé slæm ef einn aðili er framar í röðinni við að byggja hús fyrir hið opinbera. Málefni lóðarinnar á Hafnartorgi hafa ekki verið rædd innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Það hlýtur að þurfa að leita eftir besta verði í útboði þegar húsnæðis er aflað fyrir Stjórnarráðið. Það gengur ekki að forsætisráðherra geti boðið einhverjum framkvæmdaaðilum lóðir ríkisins, án útboðs eða verðmats, til að fá þá til að hætta við að byggja hús sem ráðherra finnast ljót. Þá eru skattborgarar að greiða peninga til að fegurðarsmekkur forsætisráðherrans skaðist ekki. Í framhaldinu verður þá rakinn gróðavegur fyrir byggingaraðila að koma með vondar teikningar og bíða þess svo að forsætisráðherra banki upp á og gefi þeim ríkiseignir til að fá þá til að hætta við,“ segir Árni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Stöð 2 á föstudag að verið væri að ræða við einkahlutafélagið Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum. Ríkið tæki yfir lóðina á Hafnartorgi en Landstólpi eignaðist lóð ríkisins við Skúlagötu. Aftur á móti sagði forsætisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar daginn eftir að unnið væri að teikningum í samvinnu við eigendur Hafnartorgslóðarinnar. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir málið aldrei hafa verið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins og undir það tekur Vilhjálmur Bjarnason, samflokksmaður hans. Brynjar segist ekki hafa nokkurn áhuga á málinu. Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segist ekki geta tjáð sig um málefni Hafnartorgsins þar sem málið sé ekki statt hjá þeim. Framkvæmdasýslu ríkisins er ekki skylt að koma að fyrstu stigum opinberra framkvæmda. „Samkvæmt lögum þá ber Framkvæmdasýslu ríkisins að hafa umsjón með þriðja stigi opinberra framkvæmda, sem eru verklegar framkvæmdir. Þetta tiltekna mál hefur ekki komið á borð stofnunarinnar. Samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda fara verklegar framkvæmdir sömu leiðina, fyrst í frumathugun og áætlunargerð áður en komið er að verklegri framkvæmd,“ segir Halldóra. Gísli Steinar Gíslason hjá Landstólpa þróunarfélagi ehf. vildi ekki tjá sig um málið. Sagði hann það í ákveðnum farvegi og á meðan svo væri myndu forsvarsmenn einkahlutafélagsins ekki tjá sig.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira