Veitingastöðum í miðbænum fjölgi um 70 Ingvar Haraldsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Veitingastöðum, börum og kaffihúsum í miðborg Reykjavíkur gæti fjölgað um 50-70 á næstu fimm árum. Þetta er mat Óla Arnar Eiríkssonar, sviðsstjóra atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, miðað við vænta fjölgun ferðamanna næstu árin. Þetta þýðir að veitingahúsum myndi fjölga um 28-39 prósent en 177 veitingahús eru í miðborginni nú samkvæmt nýlegri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þeim hefur fjölgað um 69 prósent frá árinu 1999 þegar þau voru 107. Óli bendir á að þar að auki hafi veitingavögnum fjölgað verulega en þeir eru ekki inni í tölfræðinni. Það verður áskorun að koma stöðunum fyrir, að sögn Óla, þar sem nú eru starfsleyfiskvótar í gildi í miðborginni, sem segja til um hve mikið af einni starfsemi má þrífast á hverjum stað. „Kvótarnir eru langerfiðastir á Laugaveginum og Skólavörðustíg en eru miklu opnari í öðrum götum.“ Kvótarnir eru fullnýttir á nokkrum stöðum í miðborginni sem þýðir að ekki er hægt að opna fleiri veitingastaði þar. „Ég held að þeir einu sem hagnist verulega á þessu séu húseigendur sem eiga hús með dýrmætan kvóta. Ef menn vilja opna veitingastað þá þurfa menn að borga háa leigu og oft mikil lyklagjöld til þess að komast inn á markaðinn,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður, sem rekur barina Húrra og Bravó og vinnur að því að opna sjávarréttastað við Lækjargötu 6. Jón bendir á að í húsinu hafi verið veitingastaður fyrir og því hafi veitingaleyfi hússins verið nýtt.Jón Mýrdal segist vilja láta reyna á markaðslausn.Vísir/DaníelFleiri dæmi eru um áhrif veitingakvótanna. Fjárfestar keyptu nýlega húsnæði veitingastaðarins Asíu og í kjölfarið var staðnum lokað eftir 27 ára rekstur. Nýir eigendur vinna að því að opna nýjan veitingastað í húsinu. Þá var ekki hægt að opna veitingastaðinn Nam við Laugaveg þegar hann var tilbúinn í júlí síðastliðnum þar sem veitingaleyfi fékkst ekki vegna takmarkananna. Staðurinn var svo opnaður um miðjan janúar eftir að búið var að flytja hann átta metra innar í bygginguna, þar sem hann er ekki sýnilegur frá götunni. „Ég er ekki sjálfur hrifinn af þessu. Ég held að markaðurinn væri betri til að finna út úr þessu en kvótar,“ segir Jón, en að hann hafi þó skilning á því að það verði að vera fjölbreytt starfsemi í miðborginni. Óli segir kvótunum hafa verið komið á til að tryggja fjölbreytni í miðborginni. Hins vegar sé hópur á vegum Reykjavíkurborgar að störfum við að endurskoða stefnu miðborgarinnar, þar séu starfsemiskvótarnir meðal annars undir. „Vonandi eigum við eftir að upplifa það að veitingastaðirnir fari að teygja sig aðeins og færa sig aðeins út úr meginkjarnanum. Þannig að við fáum fleiri svæði sem verða með veitingastaði,“ segir Óli. Hann segir enn hægt að bæta við veitingastöðum á mörgum svæðum í miðborginni, til að mynda við höfnina, á Hverfisgötu og á svæðinu við Hlemm og í átt að Borgartúni. Þá sé starfsemi við miðborgartorg undanþegin kvótum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið tillit til mannfjöldabreytinga í miðborginni. „Þessir kvótar eru orðnir mjög gamlir, þeir eiga uppruna sinn að rekja til ársins 2002,“ segir Júlíus. „Það hefur svo gríðarlega margt breyst í Reykjavík frá þeim tíma, þá aðallega vegna þeirra ferðamanna sem hingað koma.“ Júlíus hefur vakið máls á þessu innan borgarstjórnar og í umhverfis- og skipulagsráði og að þetta verði að endurskoða. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Veitingastöðum, börum og kaffihúsum í miðborg Reykjavíkur gæti fjölgað um 50-70 á næstu fimm árum. Þetta er mat Óla Arnar Eiríkssonar, sviðsstjóra atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, miðað við vænta fjölgun ferðamanna næstu árin. Þetta þýðir að veitingahúsum myndi fjölga um 28-39 prósent en 177 veitingahús eru í miðborginni nú samkvæmt nýlegri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þeim hefur fjölgað um 69 prósent frá árinu 1999 þegar þau voru 107. Óli bendir á að þar að auki hafi veitingavögnum fjölgað verulega en þeir eru ekki inni í tölfræðinni. Það verður áskorun að koma stöðunum fyrir, að sögn Óla, þar sem nú eru starfsleyfiskvótar í gildi í miðborginni, sem segja til um hve mikið af einni starfsemi má þrífast á hverjum stað. „Kvótarnir eru langerfiðastir á Laugaveginum og Skólavörðustíg en eru miklu opnari í öðrum götum.“ Kvótarnir eru fullnýttir á nokkrum stöðum í miðborginni sem þýðir að ekki er hægt að opna fleiri veitingastaði þar. „Ég held að þeir einu sem hagnist verulega á þessu séu húseigendur sem eiga hús með dýrmætan kvóta. Ef menn vilja opna veitingastað þá þurfa menn að borga háa leigu og oft mikil lyklagjöld til þess að komast inn á markaðinn,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður, sem rekur barina Húrra og Bravó og vinnur að því að opna sjávarréttastað við Lækjargötu 6. Jón bendir á að í húsinu hafi verið veitingastaður fyrir og því hafi veitingaleyfi hússins verið nýtt.Jón Mýrdal segist vilja láta reyna á markaðslausn.Vísir/DaníelFleiri dæmi eru um áhrif veitingakvótanna. Fjárfestar keyptu nýlega húsnæði veitingastaðarins Asíu og í kjölfarið var staðnum lokað eftir 27 ára rekstur. Nýir eigendur vinna að því að opna nýjan veitingastað í húsinu. Þá var ekki hægt að opna veitingastaðinn Nam við Laugaveg þegar hann var tilbúinn í júlí síðastliðnum þar sem veitingaleyfi fékkst ekki vegna takmarkananna. Staðurinn var svo opnaður um miðjan janúar eftir að búið var að flytja hann átta metra innar í bygginguna, þar sem hann er ekki sýnilegur frá götunni. „Ég er ekki sjálfur hrifinn af þessu. Ég held að markaðurinn væri betri til að finna út úr þessu en kvótar,“ segir Jón, en að hann hafi þó skilning á því að það verði að vera fjölbreytt starfsemi í miðborginni. Óli segir kvótunum hafa verið komið á til að tryggja fjölbreytni í miðborginni. Hins vegar sé hópur á vegum Reykjavíkurborgar að störfum við að endurskoða stefnu miðborgarinnar, þar séu starfsemiskvótarnir meðal annars undir. „Vonandi eigum við eftir að upplifa það að veitingastaðirnir fari að teygja sig aðeins og færa sig aðeins út úr meginkjarnanum. Þannig að við fáum fleiri svæði sem verða með veitingastaði,“ segir Óli. Hann segir enn hægt að bæta við veitingastöðum á mörgum svæðum í miðborginni, til að mynda við höfnina, á Hverfisgötu og á svæðinu við Hlemm og í átt að Borgartúni. Þá sé starfsemi við miðborgartorg undanþegin kvótum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgaryfirvöld ekki hafa tekið tillit til mannfjöldabreytinga í miðborginni. „Þessir kvótar eru orðnir mjög gamlir, þeir eiga uppruna sinn að rekja til ársins 2002,“ segir Júlíus. „Það hefur svo gríðarlega margt breyst í Reykjavík frá þeim tíma, þá aðallega vegna þeirra ferðamanna sem hingað koma.“ Júlíus hefur vakið máls á þessu innan borgarstjórnar og í umhverfis- og skipulagsráði og að þetta verði að endurskoða.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira