Innlent

Sparnaðarráð og segir útilokað að um skemmdan kjúkling sé að ræða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fatan sem öll umræðan snýst um.
Fatan sem öll umræðan snýst um. Mynd/AF
Kona á þrítugsaldri á Reykjanesi lýsir því hvernig maðurinn hennar fékk í magann eftir að hafa borðað hálfa fötu af kjúklingavængjum í mánuðinum. Þegar hann ætlaði að fá sér fleiri vængi rak hann augun í að miði með síðasta neysludegi hafði verið límdur yfir eldri miða með síðasta neysludegi. 

Konan deilir reynslu parsins í Facebook-hópnum fjölmenna Beauty Tips og setur spurningamerki við svör sem þau hafi fengið hjá Holta eftir að þau sendu fyrirspurn til fyrirtækisins.

Ragnar Hjörleifsson, sölu- og markaðsstjóri, hjá Holta segist í samtali við Vísi hafa heyrt af fyrirspurninni og viti um hvað málið snúist. 

„Þetta eru ákveðin mistök sem eru gerð hjá okkur,“ segir Ragnar.

Merktu of margar fötur

Þannig hafi of margar fötur verið merktar fyrir þá kjúklinga sem fóru í sölu í desember. Einhverjar hafi því ekki verið notaðar í þeirri sendingu.

„Í einhverju sparnaðarráði leyfði starfsfólkið sér að líma nýjan miða ofan á. Við hörmum þetta.“

Fólk hefur velt fyrir sér hvort verið sé að endurnýta fötur sem hafa þegar verið seldar eða hreinlega merkja útrunninn kjúkling. Ragnar þvertekur fyrir það. 

„Starfsfólkið gerði þetta bara í góðri trú,“ segir Ragnar. Engum detti í hug að endurnýta umbúðir af kjúklingi sem þegar hafi verið seldur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.