Engin kennsla í gildum fyrir innflytjendur Snærós Sindradóttir skrifar 25. janúar 2016 07:00 Það kann að koma innflytjendum frá sumum heimshornum spánskt fyrir sjónir að þriðjungur þjóðarinnar mæti á Gay Pride árlega. Fréttablaðið/Stefán Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira