Engin kennsla í gildum fyrir innflytjendur Snærós Sindradóttir skrifar 25. janúar 2016 07:00 Það kann að koma innflytjendum frá sumum heimshornum spánskt fyrir sjónir að þriðjungur þjóðarinnar mæti á Gay Pride árlega. Fréttablaðið/Stefán Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“ Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira