Fleiri fréttir

Yfirlýsing um loftslag á Höfn

"Sveitarfélagið er fyrsta sveitarfélag á Íslandi sem gerist aðili að loftslagsverkefni Landverndar. Tækifærin liggja í loftinu,“ segir í bókun bæjarráðs Hornafjarðar sem í gær samþykkti fyrir sitt leyti yfirlýsingu um samstarf við Landvernd.

Styrkja svæðiskerfi Landsnets á Austurlandi

Framkvæmdir eru að hefjast við lagningu 132 kílóvolta jarðstrengja frá Stuðlalínu 2 sunnan Eskifjarðar að tengivirki Landsnets á Eskifirði og áfram þaðan að loftlínum ofan við bæinn.

Fagna samþykkt um fullgildingu

Íslandsdeild Amnesty International fagnar nýtilkominni samþykkt þingsályktunar um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga

Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku.

Djúpborun fær veglegan styrk

Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, hefur veitt styrk upp á tæpar tuttugu milljónir evra – eða um þrjá milljarða íslenskra króna – til rannsókna og þróunar við jarðhitanýtingu á Reykjanesi og í suðurhluta Frakklands.

Göngulag mörgæsar þykir góð hálkuvörn

Tugir leita daglega á slysadeildina í Fossvogi eftir að hafa dottið í hálkunni. Norðmenn ráðleggja ferðamönnum að ganga eins og mörgæs til að hrasa ekki.

Konur fá skjól um jól í kotinu

Áttatíu konur hafa leitað skjóls í Konukoti á árinu. Um jólin fá konurnar að dvelja yfir hátíðisdagana, fá jólaklippingu, föt, gjafir og veislumat. Færri úrræði eru til fyrir heimilislausar konur en karla á Íslandi.

Óskar þess að hafa son sinn hjá sér á jólunum

"Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Hafa gefið búnað fyrir um 70 milljónir

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri gáfu í vikunni sjúkrahúsinu 10 ný sjúkrarúm á geðdeild spítalans auk hægindastóla sem verður komið fyrir á hinum ýmsu deildum spítalans.

Hátt í 5000 manns skoruðu á Útlendingastofnun

Það væri ómannúðlegt af íslenska ríkinu að senda sýrlenska flóttafjölskyldu í bágar aðstæður á Grikklandi, segir prestur innflytjenda. Útlendingastofnun var í dag afhent áskorun um að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Banaslys varð norðan Akureyrar

Fólksbifreið og vörubifreið rákust þar saman og lést ökumaður fólksbifreiðarinnar. Hann var einn í bílnum.

Strætó ekur á jóladag og nýársdag

Strætó gengur á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt áætlun á aðfgangadag og gamlársdag til klukkan 15 og þá verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun á jóladag, annan í jólum og nýársdag.

Dagarnir lengjast

Dagarnir munu nú taka að lengjast en vetrarsólstöður eru nú í dag.

Koma til Íslands að njóta aðventunnar

Bókunarstaða hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í desember er góð að sögn ferðamálastjóra. Brennur og flugeldar á gamlárskvöld heilla. Útlit fyrir að aðstæður til norðurljósaskoðunar verði góðar víða um land yfir jólin.

Þarf byltingu ef ná skal áfangastað

Að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum þýðir breytta ráðstöfun á milljarðatugum árlega. Varfærin aðlögun á neyslu almennings og hagkerfa dugar ekki til.

Sjá næstu 50 fréttir