Innlent

Lögmaður greindarskerta Hollendingsins: Hefði haft það betra á Kvíabryggju um jólin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fangelsið Kvíabryggja.
Fangelsið Kvíabryggja. Vísir/Pjetur
Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á farbann yfir greindarskertum Hollendingi sem grunaður er um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum.

 

Farbannið gildir til 19. janúar næstkomandi en að sögn Ómars Arnar Bjarnþórssonar, verjanda mannsins, hefur hann kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Hann segist vonast til að niðurstaða fáist í málið fyrir jól þó að tíminn sé vissulega knappur.

Sjá einnig:Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin



„Lögreglan útvegaði honum pláss á gistiheimili í Reykjavík og þá fær hann líka dagpeninga sem lögreglan útvegar honum. Þeir eiga að duga honum til að framfleyta sér, kaupa sér að borða og annað slíkt. Svo þarf hann bara að sjá um sig sjálfur að öðru leyti,“ segir Ómar.

Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af honum segir hann:

„Ég hef kannski ekki áhyggjur af hans heilsu en ég veit að hann hefði haft það betra þar sem hann var á Kvíabryggju heldur en að vera einn í þessum aðstæðum.“

Ómar segir að maðurinn verði í mat hjá Hjálpræðishernum á aðfangadagskvöld þar sem hann veit af fleiri Hollendingum.


Tengdar fréttir

Greindarskerti Hollendingurinn umkomulaus um jólin

Fjórum mönnum sem hafa verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur vegna gruns um fíkniefnasmygl verður sleppt í dag. Lögreglu ekki tekist að ljúka rannsókn. 27 ára greindarskertur Hollendingur líklega settur í farbann í dag en á í engin hús að vernda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×