Innlent

Norrænusmygl: Allir í farbanni fram á nýtt ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá tollaeftirliti á Seyðisfirði.
Frá tollaeftirliti á Seyðisfirði. Vísir
Tveir Íslendingar og tveir Hollendingar munu sæta farbanni fram á nýtt ár en þeir eru grunaðir um að hafa smyglað 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins í september.

Töluvert hefur verið fjallað um annan Hollendinginn þar sem hann mun eiga við nokkra greindarskerðingu að stríða. Hann hefur verið í farbanni undanfarnar vikur en hinir þrír áfram í gæsluvarðhaldi. Það rann hins vegar út í gær og fór lögregla fram á farbann yfir manninum. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir.

Sjá einnig:Með tvær milljónir króna í reiðufé

Samkvæmt heimildum Vísis mun annar Íslendingurinn hafa kært farbannsúrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar og má eiga von á að hann kveði upp dóm sinn í dag.

Um annað tveggja stórra fíkniefnamála er að ræða sem kom upp í september þar sem miklu magni fíkniefna var smyglað til landsins. Í hinu hefur hollenskt par verið ákært fyrir að smygla rúmlega 200 þúsund e-töflum og 10 kílóum af MDMA en söluvirði efnanna hér á landi getur numið tæplega milljarði króna.


Tengdar fréttir

Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga

Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×