Innlent

Fagna samþykkt um fullgildingu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Frá mótmælum Amnesty International á Íslandi.
Frá mótmælum Amnesty International á Íslandi. vísir/andri marino
Íslandsdeild Amnesty International fagnar nýtilkominni samþykkt þingsályktunar um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Deildin hefur um árabil ítrekað við íslensk stjórnvöld mikilvægi þess að fullgilda bókunina við umræddan samning, nú síðast í byrjun febrúar þegar 5.557 undirskriftir voru afhentar innanríkisráðherra.

Bókunin felur meðal annars í sér að óháðri alþjóðlegri eftirlitsnefnd sé heimilað að heimsækja reglulega stofnanir í aðildarríkjum þar sem frelsissvipt fólk er vistað og kanna þar aðstæður til að koma í veg fyrir að pyndingar eða önnur grimmileg meðferð viðgangist. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×