Innlent

Hótaði að mæta með skotvopn í Héraðsdóm Reykjavíkur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Valgarður
Nokkur viðbúnaður var við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag eftir að lögreglu barst tilkynning um alvarlegar hótanir gagnvart starfsfólki dómsins. Viðkomandi hafði hringt inn með hótanir, svívirðingar og sagðist ætla að mæta í dóminn með skotvopn.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu mun hann hafa verið ósáttur með afgreiðslu sinna mála. Hann sé þekktur og áður komið við sögu lögreglu. Lögregla fylgdist með héraðsdómi við Lækjartorg, sem og heimili mannsins. Nokkru síðar var hann handtekinn án mótþróa og færður í fangageymslu, að því er segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×