Innlent

Lögreglan reiknar með mikilli umferð við kirkjugarða í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Umferð verður takmörkuð í Fossvogskirkjugarði og stjórnað sérstaklega í Gufuneskirkjugarði.
Umferð verður takmörkuð í Fossvogskirkjugarði og stjórnað sérstaklega í Gufuneskirkjugarði. Vísir/Heiða
Lögreglan ætlar að takmarka bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarð á milli 9 og 15 í dag. Sérstaklega verður einnig fylgst með umferð í Gufuneskirkjugarði og verður reynt að greiða fyrir umferð eins og hægt er á báðum stöðum, samkvæmt lögreglunni.

Í Gufuneskirkjugarði verður aðeins hægt að keyra að frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma mun stýra umferðinni þar en ekið verið út úr garðinum norðanmegin og inn á Borgaveg. Þaðan eru ökumenn beðnir að aka í vestur og um Strandveg.

Nánar má lesa um þetta í stöðuuppfærslu lögreglunnar á Facebook hér fyrir neðan.

Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sé...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Wednesday, December 23, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×