Fleiri fréttir

Þiggjendum fjárhagsaðstoðar fækkar um þrjú hundruð

Þeim sem þiggja fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjavíkurborg hefur fækkað um 10,9 prósent í ár. Þeir voru 3.080 á tímabilinu janúar til október 2014 en fækkaði niður í 2.745 á sama tímabili í ár.

Dagar Þróunarsamvinnustofnunar taldir

Frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun komst á dagskrá Alþingis í dag eftir harkaleg átök um dagskrá þingsins.

Meiðyrðadómi breytt í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest meiðyrðadóm yfir Árna Stefáni Árnasyni, lögfræðingi, vegna ummæla hans í grein á bloggsíðu sinni með fyrirsögninni „Dýraníð að Dalsmynni“, með breytingum.

Leita enn að milljónamæringi

Vinningshafi í Lottó sem keypti miða milli klukkan 16 og 17 föstudaginn 23. október á N1 Ártúnshöfða er ekki enn kominn í leitirnar.

Önnur umræða fjárlaga að baki

Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs, lauk klukkan rúmlega tólf á miðnætti, eftir að meirihluti Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna hafði fellt allar breytingatillögur minnihlutans. Margir gerðu grein fyrir atkvæði sínu og voru 60 þingmenn viðstaddir alla atkvæðagreiðsluna, sem þýðir að aðeins þrír voru fjarverandi. Þingfundur hefst klukkan tíu fyrir hádegi.

Meirihlutinn í Langanesbyggð fallinn aftur

Meirihlutinn í Langanesbyggð er fallinn, öðru sinni á árinu, eftir að Reynir Atli Jónsson varaoddviti klauf sig frá U-lista í sveitarstjórn. Deilt er um umboð oddvita sveitarstjórnar, Siggeirs Stefánssonar, vegna viljayfirlýsingar um stórskipahöfn í Finnafirði.

Flest málin eru vegna ofbeldis af hálfu maka

Heimilisofbeldi er að jafnaði tilkynnt til lögreglu tvisvar á dag. Fram til 14. desember höfðu 766 tilvik verið tilkynnt til lögreglunnar um land allt. 519 þeirra voru af hendi maka eða fyrrverandi maka.

Umræðu um fjárlög loks lokið

Lengstu umræðu um fjárlög sem staðið hefur á Alþingi lauk í gær. Ekkert samkomulag lá fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, kvaðst ánægð með lok umræðunnar.

Hafrannsóknastofnun sér hvali í loðnuáti í þúsunda vís

Fyrsta tilraun Hafrannsóknastofnunar til að fá mat á fjölda hvala á loðnumiðum hér við land að haustlagi sýndi mikinn fjölda hvala á loðnumiðum á þessum árstíma. Þar sem loðna fannst sást að jafnaði einnig til hvala, aðallega hnúfubaks og langreyða, og er metinn fjöldi þeirra ríflega 12.000 dýr á leitarsvæðinu.

Andskotanum erfiðara verkefni

Íslendingar hafa það sem til þarf til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, og það hratt. Án tæknibyltingar þýða markmið Parísarsamkomulagsins endi olíualdarinnar. Kolefnisjöfnuður gæti verið raunhæft markmið Íslands

Sextíu milljónir í tilgangslaus passamál

Frá 2010 hafa 168 erlendir ríkisborgarar verið dæmdir og afplánað refsingu fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins. Fangelsismálastjóri segir ferlið tilgangslaust, kostnaðarsamt og að oft sé um að ræða fórnarlömb

Aðstandendur óvinnufærir vegna álags

Ríflega þriðjungi fleiri leituðu til Geðhjálpar í ár en síðustu ár. Ráðgjafi segir opnari umræðu á samfélagsmiðlum hafa áhrif. Aðstandendur leita einnig ráðgjafar. Stærsti hópurinn er mæður fullorðinna karla sem í mörgum tilfe

Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70

Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana.

Ískrossmenn ósáttir að fá ekki Hvaleyrarvatn

Vélhjólamenn sem stunda akstur á ísilögðum vötnum segjast vera afgangsstærð og eru ósáttir við að fá ekki að stunda íþrótt sína á Hvaleyrarvatni. Þeir telji bann sem Hafnarfjarðarbær setti á vera lögleysu. Bærinn áréttir að ba

Sjá næstu 50 fréttir