Innlent

Lagarde fyrir dómstóla

Christine Lagarde tók við embætti forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2011. Bernard Tapie var meðal annars eigandi franska knattspyrnuliðsins Olympique Marseille á árum áður.
Christine Lagarde tók við embætti forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2011. Bernard Tapie var meðal annars eigandi franska knattspyrnuliðsins Olympique Marseille á árum áður. vísir/afp
Dómstóll í Frakklandi hefur ákveðið að Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skuli koma fyrir rétt til að svara fyrir 400 milljóna evra greiðslu til kaupsýslumannsins Bernard Tapie þegar hún gegndi embætti fjármálaráðherra árið 2008. Hún er sökuð um vanrækslu í starfi.

Lögmaður hennar sagði í dag ákvörðunina „óskiljanlega“ og að ákvörðuninni yrði áfrýjað.

Lagarde hefur margoft verið yfirheyrð vegna málsins sem snýr að bótagreiðslum til Tapie. Bæturnar fékk hann vegna sölu á íþróttafyrirtækinu Adidas til ríkisbankans Credit Lyonnais, sem síðar seldi það með miklum hagnaði. Tapie leit á það sem svik og krafði ríkið um bætur. Honum var fyrr í þessum mánuði gert að endurgreiða féð.


Tengdar fréttir

Leiðtogar G8 styðja Lagarde í stöðu forstjóra AGS

Allir leiðtogar G8 landanna styðja Christine Lagarde fjármálaraðherra Frakklands í stöðu forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Reuters hefur þetta eftir Alain Juppe utanríkisráðherra Frakka.

Grunuð um brot í starfi

Franskur dómstóll ætlar að rannsaka embættisverk Christine Lagarde, nýs framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá þeim tíma sem hún var fjármálaráðherra Frakklands. Lagarde er grunuð um að hafa þrýst á fyrrverandi ríkisbankann Credit Lyonnais um að fallast á bindandi málamiðlun í deilu við Adidas-auðkýfinginn Bernard Tapielle sem hann hafði tapað fyrir rétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×