Kröfu um miskabætur vegna rangra sakargifta hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2015 19:11 Konan sakaði manninn um að hafa nauðgað sér þrisvar á skrifstofu hans. vísir/getty Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því var hafnað að dæma konu til refsingar fyrir ærumeiðandi aðdróttanir gagnvart vinnuveitanda sínum. Konan hafði sakað manninn um að hafa nauðgað sér þrívegis og að hafa beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Fimm milljóna króna einkaréttarkröfu mannsins var einnig hafnað. Konan sem um ræðir sakaði manninn um að hafa nauðgað sér í lok árs 2010 og í byrjun árs 2011 en hún vann á veitingastað sem maðurinn átti og rak. Virðast þau hafa verið nokkuð ósammála um hvaða stöðu konan gegndi á staðnum en maðurinn kvað hana aðallega hafa „drukkið áfengi með kúnnum“. Eftir húsleitir og skoðun á upptökum var rannsókn málsins felld niður. Maðurinn kærði konuna fyrir rangar sakargiftir í kjölfarið en hann taldi að konan hefði ætlað að kúga fimm milljónir út úr sér. Ekkert benti til þess að svo væri í pottinn búið og hætti lögreglan þeirri rannsókn en sú niðurstaða var síðar staðfest af ríkissaksóknara. Höfðaði maðurinn því einkamál gegn konunni. Kröfu mannsins um refsingu vegna ærumeiðandi aðdróttana var vísað frá héraðsdómi þar sem sex mánaða málshöfðunarfrestur þótti útrunninn. Sú niðurstaða var staðfest af Hæstarétti.Sjá einnig: „Neydd“ til að segjast hafa logið til um nauðgun Eitt ganga málsins fyrir héraðsdómi var upptaka af samtali við konuna þar sem hún staðfesti að hafa ranglega sakað manninn um nauðgun. Um þá upptöku sagði lögmaður konunnar að hún hefði verið neydd til að segja frá málinu á þennan hátt. „Hann skipaði henni að fara til lögreglunnar og segjast hafa logið þessu öllu saman, annars hlyti hún og börn hennar verra af,“ sagði lögmaður hennar í samtali við Vísi. Hæstiréttur taldi ekki rétt að leggja þessa upptöku til grundvallar þar sem „við aðalmeðferð þessa máls kvaðst stefnda hafa verið hrædd við áfrýjanda og óttast um líf sitt þegar samtal þeirra hafi farið fram að hans frumkvæði.“ Um miskabótakröfuna sagði Hæstiréttur að ef sá, sem sakaður hefði verið um kynferðisbrot en það mál verið fellt niður, höfðar meiðyrðamál á grundvelli þeirra ummæla einna, sem kærandi hefði látið falla hjá lögreglu, væri ótækt að sönnunarbyrðin yrði lögð á stefnda í slíku máli þar sem staðhæfing stæði gegn staðhæfingu um hvað raunverulega hefði gerst. Þess í stað yrði að gera þá kröfu til mannsins að hann leiddi líkur að því að ekki hefði verið tilefni til að setja fram ásakanirnar. Auk þessa þarf maðurinn að greiða konunni málskostnað, 800.000 krónur, en konan naut gjafsóknar vegna málsins. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem því var hafnað að dæma konu til refsingar fyrir ærumeiðandi aðdróttanir gagnvart vinnuveitanda sínum. Konan hafði sakað manninn um að hafa nauðgað sér þrívegis og að hafa beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Fimm milljóna króna einkaréttarkröfu mannsins var einnig hafnað. Konan sem um ræðir sakaði manninn um að hafa nauðgað sér í lok árs 2010 og í byrjun árs 2011 en hún vann á veitingastað sem maðurinn átti og rak. Virðast þau hafa verið nokkuð ósammála um hvaða stöðu konan gegndi á staðnum en maðurinn kvað hana aðallega hafa „drukkið áfengi með kúnnum“. Eftir húsleitir og skoðun á upptökum var rannsókn málsins felld niður. Maðurinn kærði konuna fyrir rangar sakargiftir í kjölfarið en hann taldi að konan hefði ætlað að kúga fimm milljónir út úr sér. Ekkert benti til þess að svo væri í pottinn búið og hætti lögreglan þeirri rannsókn en sú niðurstaða var síðar staðfest af ríkissaksóknara. Höfðaði maðurinn því einkamál gegn konunni. Kröfu mannsins um refsingu vegna ærumeiðandi aðdróttana var vísað frá héraðsdómi þar sem sex mánaða málshöfðunarfrestur þótti útrunninn. Sú niðurstaða var staðfest af Hæstarétti.Sjá einnig: „Neydd“ til að segjast hafa logið til um nauðgun Eitt ganga málsins fyrir héraðsdómi var upptaka af samtali við konuna þar sem hún staðfesti að hafa ranglega sakað manninn um nauðgun. Um þá upptöku sagði lögmaður konunnar að hún hefði verið neydd til að segja frá málinu á þennan hátt. „Hann skipaði henni að fara til lögreglunnar og segjast hafa logið þessu öllu saman, annars hlyti hún og börn hennar verra af,“ sagði lögmaður hennar í samtali við Vísi. Hæstiréttur taldi ekki rétt að leggja þessa upptöku til grundvallar þar sem „við aðalmeðferð þessa máls kvaðst stefnda hafa verið hrædd við áfrýjanda og óttast um líf sitt þegar samtal þeirra hafi farið fram að hans frumkvæði.“ Um miskabótakröfuna sagði Hæstiréttur að ef sá, sem sakaður hefði verið um kynferðisbrot en það mál verið fellt niður, höfðar meiðyrðamál á grundvelli þeirra ummæla einna, sem kærandi hefði látið falla hjá lögreglu, væri ótækt að sönnunarbyrðin yrði lögð á stefnda í slíku máli þar sem staðhæfing stæði gegn staðhæfingu um hvað raunverulega hefði gerst. Þess í stað yrði að gera þá kröfu til mannsins að hann leiddi líkur að því að ekki hefði verið tilefni til að setja fram ásakanirnar. Auk þessa þarf maðurinn að greiða konunni málskostnað, 800.000 krónur, en konan naut gjafsóknar vegna málsins.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“