Innlent

Þrjátíu prósent þjóðarinnar bera lítið traust til Þjóðkirkjunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink

Rúmlega 31 prósent þjóðarinnar ber lítið traust til Þjóðkirkjunnar samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Þá bera ríflega 37 prósent mikið traust til sömu stofnunar en fyrir ári sögðust 40 prósent þjóðarinnar gera það. Þá bera um 30 þjóðarinnar hvorki mikið né lítið traust til Þjóðkirkjunnar.

Niðurstöður Þjóðarpúlsins sýna meðal annars að konur bera meira traust til Þjóðkirkjunnar en karlar og þá bera íbúar landsbyggðarinnar meira traust til stofnunarinnar heldur en höfuðborgarbúar. Yngra fólk ber svo minna traust til Þjóðkirkjunnar en eldra fólk.

Þeir sem kysu Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga til Alþingis í dag bera jafnframt meira traust til Þjóðkirkjunnar en kjósendur annarra flokka. Þannig bera aðeins 18 prósent sem myndu kjósa Bjarta framtíð traust til Þjóðkirkjunnar og 19 prósent þeirra sem kysu Pírata.

Þá vilja 71 prósent þeirra sem taka afstöðu aðskilnað ríkis og kirkju. Er þetta hærra hlutfall en í Þjóðarpúlsi seinasta árs en svipað hlutfall og í næstu fjórum mælingum þar á undan.

Niðurstöðurnar eru fengnar úr netkönnun sem gerð var dagana 9.-22. september 2015. Úrtakið var 1429 einstaklingar og þátttökuhlutfall var 58,4 prósent. Einstaklingarnir voru 18 ára eða eldri af öllu landinu, valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.