Innlent

Meiðyrðadómi breytt í Hæstarétti

Samúel Karl Ólason skrifar
Árni Stefán Árnason.
Árni Stefán Árnason. Vísir/Getty/Stefán
Hæstiréttur hefur staðfest meiðyrðadóm yfir Árna Stefáni Árnasyni, lögfræðingi, vegna ummæla hans í grein á bloggsíðu sinni með fyrirsögninni „Dýraníð að Dalsmynni“, með breytingum. Hæstiréttur fækkaði þó þeim ummælum sem dæmd voru ógild og ómerk.

Í niðurstöðu héraðsdóms voru þrjú ummæli Árna dæmd ógild og ómerk. Ásta hafði farið fram á að átta ummæli yrðu dæmd ógild og ómerk sem voru bæði úr áðurnefndri grein sem og í frétt á vef DV.

Sjá einnig: Árni Stefán dæmdur fyrir ummæli um Dalsmynni

Hæstiréttur fækkaði ummælunum þó í tvö: „Dýraníð að Dalsmynni“ og „Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðað allt að tveggja ára fangelsi.“

Þá þarf Árni ekki að birta niðurstöður dómsins opinberlega á bloggsíðu sinni, eins og héraðsdómur hafði sagt til um.

Öðrum niðurstöðum héraðsdóms var ekki breytt.

Árni Stefán þarf að greiða Ástu 200 þúsund krónur í miskabætur og alls 400 þúsund krónur í málskostnað Ástu og Dalsmynnis, eða Hundaræktinni ehf. Þar að auki þarf hann að greiða bæði Ástu og Dalsmynni 300 þúsund krónur í málskostnað í Hæstarétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×