Fleiri fréttir

Skipverjar komnir í land

Verið er að tryggja bát sem strandaði við Eyri við Álftanes í morgun á strandstað.

Bændur styrktir til landgræðslu

Ríkissjóður hefur frá hruni veitt rúmar 600 milljónir króna í styrki til bænda til að græða upp eignarlönd þeirra. Samvinnuverkefni Landgræðslu ríkisins og bænda, Bændur græða landið, kostaði ríkissjóð um 80 milljónir króna í fyrra.

Hjálpaði lögreglu en fékk þyngsta dóm sögunnar

Mirjam Foekje van Twuijver hlaut ellefu ára dóm og situr í fangelsinu á Akureyri. Hún saknar Hollands og dætra sinna en óttast að vegna samvinnu sinnar við lögregluna geti hún aldrei snúið aftur heim.

Einn lögregluþjónn á hverja 2.000 ferðamenn

Þingnefnd taldi árið 2013 að lögreglan á Suðurlandi skyldi hafa 60 manna lögreglulið. Þeir eru 37 í dag. Frá 2007 hefur ferðamönnum á hvern lögregluþjón í landinu fjölgað úr 680 í 2.000.

Lögregla viðurkennir mistök í máli Antoine

Rannsóknir á heimilisofbeldi hafa ekki verið með viðunandi hætti. Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri vill skoða mál Antoine Hrannars Fons sem reyndi ítrekað að kæra alvarlegt heimilisofbeldi án árangurs.

Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt

Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla.

Uppnám á vinnumarkaði ef allir elta gerðardóm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum.

„Hér eftir þarf ég alltaf að horfa mér um öxl“

Hollenska konan, sem dæmd var í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í síðustu viku, segir að þung refsing, í ljósi samvinnu hennar við yfirvöld, geti komið í veg fyrir að burðardýr gefi mikilvægar upplýsingar í fíkniefnamálum. Mirjam sýndi mikinn samstarfsvilja við rannsókn málsins en óttast nú um líf sitt.

Samfélagsleg ábyrgð í Vík

Ísland í dag sækir Mýrdalshrepp heim í kvöld og kannar hvaða áhrif náttúran og aukinn ferðamannastraumur hefur haft áhrif á hreppinn og fræðist um samfélagslega ábyrgð íbúa í Vík.

Sjá næstu 50 fréttir