Gekk berserksgang í Kópavogi Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2015 07:47 Konan tæmdi úr tveimur slökkvitækjum og skemmdi hurð. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum síðastliðna hálfa sólarhringinn. Um fimm leytið í gær barst henni tilkynning um konu sem gekk berserksgang í húsnæði í Kópavogi. Þar tæmdi konan að sögn lögreglu úr tveimur slökkvitækjum og skemmdi hurð þannig að fólk fyrir innan sat fast. Lögreglan segist ekki vita hvað konunni gekk til en það þurfi að vista hana í fangaklefa sökum ástands hennar. Ekið var á unga stúlku á reiðhjóli í Grafarvoginum en lögreglan segir að svo virðist sem stúlkan hafi sloppið án teljandi meiðsla þar sem bifreiðinni var ekki ekið á miklum hraða. Um kvöldmatarleitið var tilkynnt um konu að stela buxum í verslun í Skeifunni. Skömmu seinna var tilkynnt um annað búðarhnupl en þá var maður staðinn að verki í verslun í Kópavogi. Flækjustig málsins jókst þar sem klára þurfti málið á næstu starfstöð lögreglu með aðstoða túlks þar eð maðurinn talaði ekki íslensku. Á sama tíma barst tilkynning um að skráningarmerki hafi verið tekið framan af bifreið í Grafarvoginum. Um átta leytið í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að skráningarmerkjalaust torfæruhjól sem ekið var ógætilega utan vega og á gangstéttum í Hafnarfirði. Á sama tíma varð umferðaróhapp í Grafarvogi. Senda þurfti dráttartæki eftir báðum bifreiðum sem voru óökufærar eftir óhappið en þrátt fyrir það voru ökumenn ekki slasaðir eftir óhappið. Þegar klukkan nálgaðist níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um hnífaárás í Breiðholti. Við nánari skoðun virðist sem eitthvað hafi málið verið orðum aukið en þarna voru ungmenni á ferð og heitar tilfinningar í spilum. Rætt var við alla málsaðila og foreldra í þeim tilvikum þar sem ungmennin voru ólögráða og ekki ástæða til frekari aðgerða, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Rétt eftir miðnætti voru tveir menn handteknir nálægt Skeifunni en árvökull borgari hafði séð þá ganga milli bifreiða og reyna fara inn í sumar. Ágæt lýsing var gefin af mönnunum sem fundust eftir smá leit. Þeir reyndur báðir vel þekktir hjá lögreglu, báðir í talsvert annarlegu ástandi og virtust búnir að fara inn í einhverjar bifreiðar en á þeim fundust ýmsir smámunir sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Einnig fundust fíkniefni í málinu sem tengjast þeim. Vegna ástands þeirra þurfti að vista þá í fangaklefa þar til hægt verður að taka af þeim skýrslu. Tveir menn komu á stöðina skömmu seinna og óskuðu þess að fá gistingu í fangaklefa. Þeir voru heimilislausir og sögðust ekki vera velkomnir annars staðar. Þeim veitt skjól. Um eitt leytið í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann í hjólastól á Laugaveginum. Þar reyndist vera góðkunningi lögreglu í hjólastól sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi skammt frá. Stólnum skilað en sökum ástands og hegðunar mannsins var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hann var mjög ölvaður og æstur. Á þriðja tímanum í nótt veitti hringdi eigandi stolins bifhjóls í lögreglu eftir að hafa stöðvað för mannsins sem ætla má að sé sá sem hjólið tók nóttina áður. Sá handtekni reyndist vera undir áhrifum allra þeirra fíkniefna sem lögregla gat prófað fyrir. Hann var einnig réttindalaus og svo kom í ljós að hann var á reynslulausn. Hann var vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er í vinnslu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum síðastliðna hálfa sólarhringinn. Um fimm leytið í gær barst henni tilkynning um konu sem gekk berserksgang í húsnæði í Kópavogi. Þar tæmdi konan að sögn lögreglu úr tveimur slökkvitækjum og skemmdi hurð þannig að fólk fyrir innan sat fast. Lögreglan segist ekki vita hvað konunni gekk til en það þurfi að vista hana í fangaklefa sökum ástands hennar. Ekið var á unga stúlku á reiðhjóli í Grafarvoginum en lögreglan segir að svo virðist sem stúlkan hafi sloppið án teljandi meiðsla þar sem bifreiðinni var ekki ekið á miklum hraða. Um kvöldmatarleitið var tilkynnt um konu að stela buxum í verslun í Skeifunni. Skömmu seinna var tilkynnt um annað búðarhnupl en þá var maður staðinn að verki í verslun í Kópavogi. Flækjustig málsins jókst þar sem klára þurfti málið á næstu starfstöð lögreglu með aðstoða túlks þar eð maðurinn talaði ekki íslensku. Á sama tíma barst tilkynning um að skráningarmerki hafi verið tekið framan af bifreið í Grafarvoginum. Um átta leytið í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um að skráningarmerkjalaust torfæruhjól sem ekið var ógætilega utan vega og á gangstéttum í Hafnarfirði. Á sama tíma varð umferðaróhapp í Grafarvogi. Senda þurfti dráttartæki eftir báðum bifreiðum sem voru óökufærar eftir óhappið en þrátt fyrir það voru ökumenn ekki slasaðir eftir óhappið. Þegar klukkan nálgaðist níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um hnífaárás í Breiðholti. Við nánari skoðun virðist sem eitthvað hafi málið verið orðum aukið en þarna voru ungmenni á ferð og heitar tilfinningar í spilum. Rætt var við alla málsaðila og foreldra í þeim tilvikum þar sem ungmennin voru ólögráða og ekki ástæða til frekari aðgerða, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Rétt eftir miðnætti voru tveir menn handteknir nálægt Skeifunni en árvökull borgari hafði séð þá ganga milli bifreiða og reyna fara inn í sumar. Ágæt lýsing var gefin af mönnunum sem fundust eftir smá leit. Þeir reyndur báðir vel þekktir hjá lögreglu, báðir í talsvert annarlegu ástandi og virtust búnir að fara inn í einhverjar bifreiðar en á þeim fundust ýmsir smámunir sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Einnig fundust fíkniefni í málinu sem tengjast þeim. Vegna ástands þeirra þurfti að vista þá í fangaklefa þar til hægt verður að taka af þeim skýrslu. Tveir menn komu á stöðina skömmu seinna og óskuðu þess að fá gistingu í fangaklefa. Þeir voru heimilislausir og sögðust ekki vera velkomnir annars staðar. Þeim veitt skjól. Um eitt leytið í nótt var tilkynnt um ölvaðan mann í hjólastól á Laugaveginum. Þar reyndist vera góðkunningi lögreglu í hjólastól sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi skammt frá. Stólnum skilað en sökum ástands og hegðunar mannsins var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hann var mjög ölvaður og æstur. Á þriðja tímanum í nótt veitti hringdi eigandi stolins bifhjóls í lögreglu eftir að hafa stöðvað för mannsins sem ætla má að sé sá sem hjólið tók nóttina áður. Sá handtekni reyndist vera undir áhrifum allra þeirra fíkniefna sem lögregla gat prófað fyrir. Hann var einnig réttindalaus og svo kom í ljós að hann var á reynslulausn. Hann var vistaður í fangaklefa á meðan mál hans er í vinnslu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira