Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 15:51 „Ég hef vissulega mínar hugmyndir og skilgreint erindi sem ég tel að gæti gagnast á þessum vettvangi, en hvort fólk hefur áhuga á því sama, eða mér persónulega til þeirra verka, er bara órætt mál að mestu,“ segir Stefán Jón Forsetakosningar eru á næsta ári og horfa nú ýmsir til Bessastaða þó enginn hafi enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. Enda erfitt um vik þegar sitjandi forseti neitar að setja um fyrirætlanir sínar, sitt hvað er að fara fram gegn sitjandi forseta eða bjóða sig fram ætli hann að fara frá. Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar ekki að greina frá því hvað hann ætlar sér fyrr en um áramót. Stefán Jón Hafstein, sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, er enn þeirra sem hefur verið nefndur sem kandídat í forsetaframboð, og hann virðist heitur, volgur í það minnsta, í samtali við Vísi. „Ég hef fengið dálítið af ábendingum og hvatningu frá í sumar og ákvað að sinni að ákveða ekkert - af eða á. Það er mikilvægara að fá umræðuna um hlutverk forseta á gott skrið áður en kemur að slíkum ákvörðunum. Ég hef vissulega mínar hugmyndir og skilgreint erindi sem ég tel að gæti gagnast á þessum vettvangi, en hvort fólk hefur áhuga á því sama, eða mér persónulega til þeirra verka, er bara órætt mál að mestu,“ segir Stefán Jón.Er að hugsa málið Hann hefur opnað sérstaka síðu á Facebook, Hlutverk forseta, þar sem hann kallar eftir umræðum um embættið og hvað það sé sem þjóðin væntir frá forsetanum. Óhjákvæmilega vaknar þá sú spurning hvort Stefán Jón sjálfur stefni á framboð. „Ég hugsa málið eins og margir hafa beðið mig um. En það er langt í kosningar og um nóg að tala varðandi forseta og hlutverk hans, þess vegna opna ég þennan vettvang,“ segir Stefán Jón.Vettvangur til að ræða embættið Stefán Jón segist hafa ákveðið að leggja gott til þó ekki væri meira og taka frumkvæði að því að hafa „umræðuna á okkar forsendum - okkar sem ráðum í raun ferð um forsetakjör. Svo er bara að sjá til hvers það leiðir, en nýir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð og nýtt fólk.“ Stefán Jón telur upplagt að virkja möguleika samfélagsmiðlanna til umræðu og hann hefur sett fram spurningalista, einskonar könnun, til að fá fólk til að velta fyrir sér hlutverki forseta á næsta kjörtímabili áður en við persónugerum kjörið. „Hvað viljum við með embættið? Það er spennandi að nýta svona vettvang til lýðræðislegra tilrauna. Nú færum við umræðuna á annan reit en verið hefur að undanförnu, að mínu mati er kominn tími til að breyta... í þessu efni eins og svo mörgu,“ segir Stefán Jón. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram aftur Forseti Íslands segir að margir vilji að hann bjóði sig fram á nýjan leik. 11. október 2015 12:45 Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Forsetakosningar eru á næsta ári og horfa nú ýmsir til Bessastaða þó enginn hafi enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. Enda erfitt um vik þegar sitjandi forseti neitar að setja um fyrirætlanir sínar, sitt hvað er að fara fram gegn sitjandi forseta eða bjóða sig fram ætli hann að fara frá. Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar ekki að greina frá því hvað hann ætlar sér fyrr en um áramót. Stefán Jón Hafstein, sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, er enn þeirra sem hefur verið nefndur sem kandídat í forsetaframboð, og hann virðist heitur, volgur í það minnsta, í samtali við Vísi. „Ég hef fengið dálítið af ábendingum og hvatningu frá í sumar og ákvað að sinni að ákveða ekkert - af eða á. Það er mikilvægara að fá umræðuna um hlutverk forseta á gott skrið áður en kemur að slíkum ákvörðunum. Ég hef vissulega mínar hugmyndir og skilgreint erindi sem ég tel að gæti gagnast á þessum vettvangi, en hvort fólk hefur áhuga á því sama, eða mér persónulega til þeirra verka, er bara órætt mál að mestu,“ segir Stefán Jón.Er að hugsa málið Hann hefur opnað sérstaka síðu á Facebook, Hlutverk forseta, þar sem hann kallar eftir umræðum um embættið og hvað það sé sem þjóðin væntir frá forsetanum. Óhjákvæmilega vaknar þá sú spurning hvort Stefán Jón sjálfur stefni á framboð. „Ég hugsa málið eins og margir hafa beðið mig um. En það er langt í kosningar og um nóg að tala varðandi forseta og hlutverk hans, þess vegna opna ég þennan vettvang,“ segir Stefán Jón.Vettvangur til að ræða embættið Stefán Jón segist hafa ákveðið að leggja gott til þó ekki væri meira og taka frumkvæði að því að hafa „umræðuna á okkar forsendum - okkar sem ráðum í raun ferð um forsetakjör. Svo er bara að sjá til hvers það leiðir, en nýir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð og nýtt fólk.“ Stefán Jón telur upplagt að virkja möguleika samfélagsmiðlanna til umræðu og hann hefur sett fram spurningalista, einskonar könnun, til að fá fólk til að velta fyrir sér hlutverki forseta á næsta kjörtímabili áður en við persónugerum kjörið. „Hvað viljum við með embættið? Það er spennandi að nýta svona vettvang til lýðræðislegra tilrauna. Nú færum við umræðuna á annan reit en verið hefur að undanförnu, að mínu mati er kominn tími til að breyta... í þessu efni eins og svo mörgu,“ segir Stefán Jón.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram aftur Forseti Íslands segir að margir vilji að hann bjóði sig fram á nýjan leik. 11. október 2015 12:45 Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ólafur Ragnar ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram aftur Forseti Íslands segir að margir vilji að hann bjóði sig fram á nýjan leik. 11. október 2015 12:45
Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49