Fleiri fréttir

Stöðvaður með stera og lyf

Sjötugur maður reyndi að flytja rúmlega 3.500 ambúlum af sterum í vökvaformi til landsins, auk stera í töfluformi og lyfseðilsskyldra lyfja.

Boðað til samningafundar í dag

Starfssemi Landspítalans dróst saman um hátt í helming í gær vegna verkfalls yfir 500 félagsmanna í BHM á sjúkrastofnunum í landinu, en Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar í dag. Sömuleiðis varð veruleg röskun á starfssemi embættis sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna verkfalls lögmanna þar.

Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum

Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum.

Fjórir teknir úr umferð í gær

Fjórir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.

„Óli“ er ekki Ólafur Ólafsson

Vitni í Al Thani-málinu segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla. Segist ekkert hafa rætt nákvæma útfærslu Al Thani-viðskiptanna við Ólaf Ólafsson. Saksóknari segir klárlega rætt um Ólaf Ólafsson.

Sýnir þörfina á millidómstigi

Saksóknari segir misskilning í niðurstöðu Hæstaréttar í Al Thani-málinu ekki hafa breytt niðurstöðunni, Ólafur Ólafsson hefði verið sakfelldur eftir sem áður. Þingmaður segir málið sýna mikilvægi millidómstigs.

Hörkuverkföll virðast það eina í spilunum

Formaður BHM vonast til að viðsemjendurnir hjá ríkinu fari að átta sig á alvöru málsins. Verkföll eru hafin. Fundað verður í deilunni í dag og búist er við útspili af hálfu ríkisins. Formaður SGS furðar sig á skorti á samningsvilja hjá ríki og SA.

Landsnet orðið 10 ára

Landsnet kynnir nýjar áherslur í rekstri félagsins á opnum vorfundi um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi í fyrramálið, 9. apríl.

Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn

Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum.

Kappræður á Háskólatorgi

Rektorsframbjóðendur kynna stefnumál sín á Háskólatorgi á morgun. Fimm dagar eru í rektorskjör.

Starfsmenn hjá RÚV boða aftur til verkfalls

Verkfall starfsmanna RÚV sem eru í Rafiðnaðarsambandi Íslands mun standa fyrst dagana 16. til 19. apríl næstkomandi og svo aftur frá 24. apríl, þá ótímabundið.

Sjá næstu 50 fréttir