Sjónarmiðin úrelt án skilnings á vistfræði og ástandi lands sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2015 15:42 "Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið "aðferðafræði afneitunarinnar“,segir Ólafur. mynd/sveinn runólfsson Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir ákvörðun um að leyfa beit á Almenningum í Rangárþingi eystra vonbrigði. Hún gangi gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hafi lengi haft að leiðarljósi og að úrskurðurinn sé tekinn út frá úreltum lögum og sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Þetta kemur fram í skoðanapistli sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Sorgardagur fyrir náttúruvernd“.Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að nefnd sem úrskurðar um fjölda sauðfjár í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra hafi ákveðið að leyfa beit sextíu lambáa, að hámarki 180 kindur, í sumar. Þar segir jafnframt að Ágúst H. Bjarnason plöntuvistfræðingur hafi skilað sératkvæði í nefndinni því hann taldi svæðið ekki geta tekið við svo miklum fjölda sauðfjár og vildi takmarka beitina við tíu fullorðnar kindur með lömb.Gróðurþekjan um 36% Því er Ólafur sammála og segir að ekki sé í lagi að beita illa farið og rofið land, en gróðurþekjan á Almenningum í dag er um þrjátíu og sex prósent samkvæmt nýjustu mælingum. „Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmismálefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist meðal annars af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó,“ segir Ólafur í pistli sínum. Þá segir hann stöðuna sem nú sé uppi ekki síður áfall fyrir sauðfjárbændir sem beiti á gott heilgróið land. „Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans.“Pistil Ólafs má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Fjölga lambfé í Almenningum 36 prósenta gróðurþekja. 4. apríl 2015 10:00 Sorgardagur fyrir náttúruvernd Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. 7. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir ákvörðun um að leyfa beit á Almenningum í Rangárþingi eystra vonbrigði. Hún gangi gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hafi lengi haft að leiðarljósi og að úrskurðurinn sé tekinn út frá úreltum lögum og sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Þetta kemur fram í skoðanapistli sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Sorgardagur fyrir náttúruvernd“.Greint var frá því í Fréttablaðinu á laugardag að nefnd sem úrskurðar um fjölda sauðfjár í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra hafi ákveðið að leyfa beit sextíu lambáa, að hámarki 180 kindur, í sumar. Þar segir jafnframt að Ágúst H. Bjarnason plöntuvistfræðingur hafi skilað sératkvæði í nefndinni því hann taldi svæðið ekki geta tekið við svo miklum fjölda sauðfjár og vildi takmarka beitina við tíu fullorðnar kindur með lömb.Gróðurþekjan um 36% Því er Ólafur sammála og segir að ekki sé í lagi að beita illa farið og rofið land, en gróðurþekjan á Almenningum í dag er um þrjátíu og sex prósent samkvæmt nýjustu mælingum. „Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmismálefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist meðal annars af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó,“ segir Ólafur í pistli sínum. Þá segir hann stöðuna sem nú sé uppi ekki síður áfall fyrir sauðfjárbændir sem beiti á gott heilgróið land. „Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans.“Pistil Ólafs má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Fjölga lambfé í Almenningum 36 prósenta gróðurþekja. 4. apríl 2015 10:00 Sorgardagur fyrir náttúruvernd Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. 7. apríl 2015 00:01 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Sorgardagur fyrir náttúruvernd Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. 7. apríl 2015 00:01