Innlent

Kappræður á Háskólatorgi

Ingólfur Eiríksson skrifar
Fréttablaðið/Gunnar
Fréttablaðið/Gunnar
Kappræður rektorsframbjóðenda við Háskóla Íslands verða á hádegi í dag.

Þá munu frambjóðendur kynna stefnumál sín fyrir stúdentum og svara spurningum er varða hagsmuni nemenda.

Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson verða bæði viðstödd fundinn, en fulltrúi Einars Steingrímssonar, sem er erlendis, mun flytja ræðu fyrir hans hönd.

Rektorskosningin fer fram á netinu næsta mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×