Innlent

Stöðvaður með stera og lyf

Samúel Karl Ólason skrifar
Efnin voru falin í ferðatösku.
Efnin voru falin í ferðatösku. Mynd/Tollstjóri
Tollverðir fundu nýverið mikið magn stera og lyfseðilsskyldra lyfja í fórum íslensks karlmanns. Hann var stöðvaður við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er rétt um sjötíu ára gamall.

Maðurinn var að sögn að koma frá Tælandi með millilendingu í Osló samkvæmt tilkynningu frá Tollstjóra.

Í ferðatösku mannsins fundust rúmlega 3.500 ambúlur af sterum í vökvaformi auk talsverðs magns af sterum í töfluformi. Hann var einnig með vel á annað þúsund skammta af lyfseðilsskyldum lyfjum. Maðurinn er sagður hafa komið við sögu áður vegna svipaðra mála.

Tollstjóri kærði málið til lögreglunnar á Suðurnesjum sem ferm með rannsókn þess.

Mynd/Tollstjóri
Mynd/Tollstjóri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×