Fleiri fréttir

Íslendingur vann milljónir í Austurríki

Bjarni Þór Valdimarsson, 36 ára gamall Íslendingur sem búsettur hefur verið í Austurríki undanfarin 15 ár, vann 75 þúsund evrur í jólaþætti Viltu vinna milljón í austurríska ríkissjónvarpinu í gær.

Þriðjungur fylgjandi náttúrupassa

MMR kannaði á dögunum afstöðu almennings til þess að ferðamönnum (íslenskum sem erlendum) verði gert að kaupa "náttúrupassa“ til að öðlast aðgengi að helstu ferðamannastöðum á Íslandi.

Björgunarsveit aðstoðar ökumenn undir Hafnarfjalli

Nokkrar björgunarsveitir á Suðvesturhorninu eru nú að störfum. Á Suðurnesjum sinna þær ófærðaraðstoð en nokkrir ökumenn hafa lent í vandræðum þar, m.a. við afleggjarann að Bláa Lóninu.

Hellisheiði og Þrengslum lokað

Mjög slæmt veður er á suðvestanverðu landinu, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu en nú hefur vegurinn frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli verið lokaður.

Bankasýslan aftur á fjárlög

Bjarni Benediktsson segir að bankasýslan fái fé til að reka sig í nokkra mánuði á meðan framtíðin verði ákveðin.

Dæmdar fyrir líkamsárás

Fjórar ungar konur hlutu í morgun skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás á hendur stúlku á sautjánda ári inni á og utan við skemmtistaðinn Úrillu Górilluna í fyrra.

Þrjú hundruð greinst hér með BRCA-stökkbreytingu

Þrjú hundruð af þeim sjö þúsund BRCA-arfberum sem Íslensk erfðagreining hefur dulkóðaðar upplýsingar um hafa fengið greiningu hjá Landspítalanum. 40 prósent heilbrigðra kvenna sem eru arfberar fara í skurðaðgerð.

Ofbeldi og hótanir daglegt brauð í lífi skólabarnanna

Nemendur úr Réttarholtsskóla tókust á með hníf. Fjárkúganir, þjófnaður og ógnandi tilburðir eru meðal þess sem skólabörn upplifa. Umboðsmaður barna hefur áhyggur af hótunum og ofbeldi í daglegu lífi barnanna.

Úr 250 milljónum í 350 milljónir króna

Kostnaður vegna yfirstjórnar Ríkisútvarpsins hækkaði um hundrað milljónir milli áranna 2013 og 2014. Kostnaður vegna yfirstjórnarinnar var 250 milljónir árið 2013 en áætlað en var um 350 milljónir á árinu 2014.

Mikill vatnsleki í Hörpu

Vatn flæddi um stór svæði í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í nótt. Viðvörunarkerfi í tónleika- og ráðstefnuhúsinu Hörpu gáfu til kynna að þar væri vatn farð að leka um. Þetta var um hálf fjögur leitið og þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang skömmu síðar kom í ljós að vatn hafði flætt um nokkur hundruð fermetra svæði á fjórðu hæð yfir salnum Silfurbergi.

Landspítalinn banni mótmæli bænahóps

Hafin er undirskriftasöfnun til að mótmæla mótmælum bænahópsins Lífsverndar sem biður fyrir eyddum fóstrum við kvennadeild Landspítalans einu sinni í viku.

Forsetinn gerir ráð fyrir þinglokum í dag

„Þingflokksformennirnir og forysta ríkisstjórnarinnar eru búin að ná utan um hvaða mál við viljum að verði afgreidd,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar býst við að þingstörfum ljúki í dag og þingmenn komist þannig í jólafrí.

Brátt hægt að staðfesta umsókn

Þess er skammt að bíða að umsækjendur um niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána geti staðfest umsóknir sínar. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra.

Hornafjörður tilheyri Austurlandi

„Ekki er forsvaranlegt að slíta í sundur nýtt embætti lögreglunnar á Austurlandi þegar ekki liggur fyrir fjárhagsleg greining á styrk þess,“ segir bæjarráð Fljótsdalshéraðs, sem tekur undir það með bæjarráði Fjarðabyggðar að mikilvægt sé að lögreglan á Hornafirði verði áfram hluti af umdæmi lögreglunnar á Austurlandi.

Grein í Nature um eldgosið

Hópur íslenskra og erlendra vísindamanna birti í gær grein í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature sem útskýrir hvernig kvikugangur frá Bárðarbungu og út í Holuhraun myndaðist.

Fengu lögreglufylgd upp á fæðingardeild

„Ég veit ekki hvort við hefðum komist alla leið ef ekki hefði verið fyrir lögreglubílinn,“ segir Páll Vilhjálmsson en hann og kona hans eignuðust sitt þriðja barn í liðinni viku.

Full alvara á bak við uppsögnina

Tveir svæfingalæknar sögðu upp störfum á Landspítalanum í dag. Ef fram fer sem horfir verður erfitt að manna stöður svæfingasérfræðinga á gjörgæslu spítalans.

Læknar hafna hugmyndum um sáttanefnd

Formaður samninganefndar Læknafélags Íslands hafnar hugmyndum forystumanna stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka sáttanefnd í deilunni. Hugmyndir þessa efnis hafa einnig verið ræddar í ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra segir slíkt koma til greina ef deilan leysist ekki á næstu vikum.

Vilja að sykurgjald renni til heilbrigðiskerfisins

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar auk Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, hafa lagt fram breytingatillögu við þriðju umræðu frumvarps um skattkerfisbreytingar sem nú stendur yfir á Alþingi.

Sjá næstu 50 fréttir