Þrjú hundruð greinst hér með BRCA-stökkbreytingu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. desember 2014 08:30 Um 30 konur hafa ákveðið að láta fjarlægja brjóst til að auka lífslíkur sínar. Lífslíkur aukast um allt að 50% Þrjú hundruð Íslendingar, bæði karlar og konur, hafa fengið úr því skorið að þeir beri stökkbreytingu í BRCA-geni. Frá þessu greinir Vigdís Stefánsdóttir hjá erfðaráðgjöf LSH. „Við erum búin að prófa um það bil 1.200 manns frá því við byrjuðum og af þeim eru 300 einstaklingar sem bera genið. Í þeim hópi eru miklu fleiri konur en karlar,“ segir Vigdís. Eftir fréttaflutning af tilvist gensins í íslenskum fjölskyldum hefur fjöldi fólks leitað til erfðaráðgjafarinnar. Tæplega 1 prósent þjóðarinnar er arfberar með einhverja stökkbreytingu í BRCA-genum sem eykur líkur á til að mynda brjóstakrabbameini og eggjastokkakrabbameini. Í þessum hópi er talið að 1.200 konur séu með stökkbreytingu í BRCA2-geni. Um 600 þeirra eru á skimunaraldri. Hún minnir á að börn og ungmenni séu ekki prófuð fyrir stökkbreytingunni.Vigdís Stefánsdóttir segir alla þá sem vilja athuga hvort þeir eru með BRCA-gen geta fengið rannsókn og ráðgjöf hjá erfðaráðgjöf Landspítalans.„Við prófum helst ekki börn fyrir einhverju sem kemur ekki fram fyrr en á fullorðinsaldri. Fólk spyr stundum hvort það komi til álita en áttar sig á því um leið að það er betra er að bíða þar til þau ná fullorðinsaldri og geta tekið ákvörðun sjálf.“ Vigdís segir talið að rúmlega fimmtíu fjölskyldur á Íslandi beri stökkbreytt gen í BRCA2. Fjölskyldurnar séu misjafnar að stærð. „Sumar fjölskyldnanna eru mjög stórar og eins og áður sagði þá er tæplega eitt prósent þjóðarinnar með þessa stökkbreytingu í sér,“ segir Vigdís. Erfðaráðgjöf er mat og ráðgjöf til einstaklings eða fjölskyldu vegna erfðavandamála. Erfðamáti viðkomandi sjúkdóms er útskýrður og gert er mat varðandi líkur á sjúkdómsvaldandi stökkbreytingu í geni eða genum ef það á við. Læknisfræðileg hugtök og vandamál eru útskýrð og áætlun gerð um eftirlit og meðferð ef þarf. Veittar eru upplýsingar um mögulegar rannsóknir og vísað á frekari upplýsingar og stuðningshópa. Rætt er um hugsanleg siðferðisleg málefni sem komið geta upp í sambandi við sjúkdóm, greiningu og meðferð. Vigdís segir prófið einfalt og alla geta fengið erfðaráðgjöf. Eingöngu þurfi að panta viðtal og enga tilvísun þurfi til. „Þetta er mjög einföld rannsókn. Ég held að við séum að gera þetta eins og vel og við getum. Við höfum undanfarna mánuði mest fengið til okkar fólk úr þeim ættum þar sem fólk hefur verið greint með stökkbreytt BRCA gen. Það kom mikið af nýju fólki árið 2013 og við hittum alla sem vilja. Ef fólk greinist með stökkbreytinguna reynir það oftast að koma skilaboðum til fjölskyldu sinnar. Í þeim fjölskyldum þar sem krabbamein er mjög algengt, þá veit nú fólk það fyrir að áhætta er meiri,“ segir Vigdís. Eftir að fólk greinist með stökkbreytingu í BRCA geni þá er boðið eftirlit.„Annars vegar fara konurnar í árlega segulómskoðun hér á Landspítalanum og hins vegar í árlega myndatöku á Leitarstöð. Körlum er boðið eftirlit hjá þvagfæralækni frá fertugu. Eftirlitið er á höndum sérstaks brjóstateymis sem samanstendur af skurðlæknum og hjúkrunarfræðingum. Þær sem hafa þegar greinst með brjóstakrabbamein eru oft með krabbameinslækni sem heldur utan um eftirlit með þeim. Vigdís nefnir að sumir vilji ekki fá þessar upplýsingar og það verði að virða. „Það er ekki hægt að pína fólk til að fá þessar upplýsingar. Það eru dæmi um Facebook-hópa þar sem fólk lætur ættmenni sín vita. Þá fær fólk bréf sem það getur sent til ættmenna ef það vill. Við bjóðum líka upp á fjölskyldufundi til þess að fara yfir málin.“ Miklar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað á Landspítala undanfarin ár hvað varðar þjónustu við BRCA-arfbera og aðra sem eru í mikilli áhættu á að fá brjóstakrabbamein. Nú er rekin þar svokölluð há-áhættu göngudeild. Þar starfa tveir brjóstaskurðlæknar og hjúkrunarfræðingar sérhæfðir í brjóstakrabbameinum sem sinna mikilvægu stuðnings- og upplýsingahlutverki. Áætlað er að rúmlega 40 prósent heilbrigðra kvenna sem hafa greinst sem BRCA-arfberar undanfarin tvö ár fari í áhættuminnkandi skurðaðgerð og láti fjarlægja bæði brjóst sín. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Þrjú hundruð Íslendingar, bæði karlar og konur, hafa fengið úr því skorið að þeir beri stökkbreytingu í BRCA-geni. Frá þessu greinir Vigdís Stefánsdóttir hjá erfðaráðgjöf LSH. „Við erum búin að prófa um það bil 1.200 manns frá því við byrjuðum og af þeim eru 300 einstaklingar sem bera genið. Í þeim hópi eru miklu fleiri konur en karlar,“ segir Vigdís. Eftir fréttaflutning af tilvist gensins í íslenskum fjölskyldum hefur fjöldi fólks leitað til erfðaráðgjafarinnar. Tæplega 1 prósent þjóðarinnar er arfberar með einhverja stökkbreytingu í BRCA-genum sem eykur líkur á til að mynda brjóstakrabbameini og eggjastokkakrabbameini. Í þessum hópi er talið að 1.200 konur séu með stökkbreytingu í BRCA2-geni. Um 600 þeirra eru á skimunaraldri. Hún minnir á að börn og ungmenni séu ekki prófuð fyrir stökkbreytingunni.Vigdís Stefánsdóttir segir alla þá sem vilja athuga hvort þeir eru með BRCA-gen geta fengið rannsókn og ráðgjöf hjá erfðaráðgjöf Landspítalans.„Við prófum helst ekki börn fyrir einhverju sem kemur ekki fram fyrr en á fullorðinsaldri. Fólk spyr stundum hvort það komi til álita en áttar sig á því um leið að það er betra er að bíða þar til þau ná fullorðinsaldri og geta tekið ákvörðun sjálf.“ Vigdís segir talið að rúmlega fimmtíu fjölskyldur á Íslandi beri stökkbreytt gen í BRCA2. Fjölskyldurnar séu misjafnar að stærð. „Sumar fjölskyldnanna eru mjög stórar og eins og áður sagði þá er tæplega eitt prósent þjóðarinnar með þessa stökkbreytingu í sér,“ segir Vigdís. Erfðaráðgjöf er mat og ráðgjöf til einstaklings eða fjölskyldu vegna erfðavandamála. Erfðamáti viðkomandi sjúkdóms er útskýrður og gert er mat varðandi líkur á sjúkdómsvaldandi stökkbreytingu í geni eða genum ef það á við. Læknisfræðileg hugtök og vandamál eru útskýrð og áætlun gerð um eftirlit og meðferð ef þarf. Veittar eru upplýsingar um mögulegar rannsóknir og vísað á frekari upplýsingar og stuðningshópa. Rætt er um hugsanleg siðferðisleg málefni sem komið geta upp í sambandi við sjúkdóm, greiningu og meðferð. Vigdís segir prófið einfalt og alla geta fengið erfðaráðgjöf. Eingöngu þurfi að panta viðtal og enga tilvísun þurfi til. „Þetta er mjög einföld rannsókn. Ég held að við séum að gera þetta eins og vel og við getum. Við höfum undanfarna mánuði mest fengið til okkar fólk úr þeim ættum þar sem fólk hefur verið greint með stökkbreytt BRCA gen. Það kom mikið af nýju fólki árið 2013 og við hittum alla sem vilja. Ef fólk greinist með stökkbreytinguna reynir það oftast að koma skilaboðum til fjölskyldu sinnar. Í þeim fjölskyldum þar sem krabbamein er mjög algengt, þá veit nú fólk það fyrir að áhætta er meiri,“ segir Vigdís. Eftir að fólk greinist með stökkbreytingu í BRCA geni þá er boðið eftirlit.„Annars vegar fara konurnar í árlega segulómskoðun hér á Landspítalanum og hins vegar í árlega myndatöku á Leitarstöð. Körlum er boðið eftirlit hjá þvagfæralækni frá fertugu. Eftirlitið er á höndum sérstaks brjóstateymis sem samanstendur af skurðlæknum og hjúkrunarfræðingum. Þær sem hafa þegar greinst með brjóstakrabbamein eru oft með krabbameinslækni sem heldur utan um eftirlit með þeim. Vigdís nefnir að sumir vilji ekki fá þessar upplýsingar og það verði að virða. „Það er ekki hægt að pína fólk til að fá þessar upplýsingar. Það eru dæmi um Facebook-hópa þar sem fólk lætur ættmenni sín vita. Þá fær fólk bréf sem það getur sent til ættmenna ef það vill. Við bjóðum líka upp á fjölskyldufundi til þess að fara yfir málin.“ Miklar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað á Landspítala undanfarin ár hvað varðar þjónustu við BRCA-arfbera og aðra sem eru í mikilli áhættu á að fá brjóstakrabbamein. Nú er rekin þar svokölluð há-áhættu göngudeild. Þar starfa tveir brjóstaskurðlæknar og hjúkrunarfræðingar sérhæfðir í brjóstakrabbameinum sem sinna mikilvægu stuðnings- og upplýsingahlutverki. Áætlað er að rúmlega 40 prósent heilbrigðra kvenna sem hafa greinst sem BRCA-arfberar undanfarin tvö ár fari í áhættuminnkandi skurðaðgerð og láti fjarlægja bæði brjóst sín.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira