Fleiri fréttir

Ísraelar fallast á tillögu Egypta um vopnahlé

Hamas-samtökin hafa ekki enn svarað tillögunni formlega en vopnaður armur Hamas hafa fyrir sína parta sagt að tillagan feli í sér uppgjöf og það muni þeir ekki geta fallist á.

Gætu þurft að flýja hitann í Vaðlaheiðargöngum

Ekki hefur tekist að loka heitavatnssprungunni sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum í febrúar. Skoða að hætta gangagerð í Eyjafirði og flytja mannskap og tæki yfir í Fnjóskadal. Starfsmennirnir geta ekki unnið fullan vinnudag vegna hitans.

Segir að matvælaeftirlit í Bandaríkjunum sé gott

Því fer fjarri að það sé bannað að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins (ESB), segir Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir inn- og útflutningseftirlits hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudaginn að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt.

Sjúklingar ekki nógu upplýstir um rétt sinn

Upprunavottorðum fyrir tanngervi er verulega ábótavant hér á landi og sjúklingar fá litlar sem engar upplýsingar um uppruna og innihald á þeim vörum sem notaðar eru við tannréttingar og tannviðgerðir hér á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn tveggja tannsmiða frá Háskóla Íslands.

Tölvusnillingar framtíðarinnar

Um átta hundruð börn taka þátt í tölvunámskeiðum á vegum Skema í sumar. Vinsælustu námskeiðin snúast um tölvuleikinn Minecraft, þar sem meðal annars er hægt að byggja kastala og sprengja þá upp fyrir öðrum.

Útifundur hafinn á Lækjartorgi

Útifundur félagsins Ísland-Palestína hófst nú klukkan 17 á Lækjartorgi, þar sem aðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu undanfarið er mótmælt. Um 1700 manns hafa boðað komu sína á fundinn og hefur hópur fólks safnast saman fyrir framan hús Héraðsdóms Reykjavíkur.

Slys í Vaðlaheiðargöngum

Maður slasaðist er hann fékk steypu yfir sig í Vaðlaheiðargöngum við Akureyri síðdegis. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn ekki alvarlega slasaður.

Treyja Pele fór á 575 þúsund krónur

Jóhannes Valgeir Reynisson og félagar hjá Bláa Naglanum afhentu Hópbílum áritaða treyju brasilísku knattspyrnustjörnunnar Pele við Landspítalann á Hringbraut síðdegis.

Rannsaka minnkandi kosningaþátttöku

Rannsóknin miðar að því að kanna ástæður fyrir minnkandi kjörsókn en í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum minni en hún hefur nokkru sinni verið í lýðveldissögunni.

Ormasalsað innkallað

Innköllunin kemur í kjölfar fregna af lifandi ormum sem fundust í sósunni á Reyðarfirði fyrir helgi.

Hiti upp í 19 stig í dag

Hæg suðlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag, rigning með köflum eða skúrir í flestum landshlutum.

Þyrla af Tríton til bjargar

Þyrla af danska varðskipinu Triton lenti í Reykjavík á áttunda tímanum með veikan mann af erlendu rannsóknarskipi.

Umdeildar veiðheimildir Grænlendinga

Loðnuvertíð erlendra skipa er hafin af fullum krafti Grænlandsmegin við miðlínuna á milli Íslands og Grænlands og eru 20 til 30 stór erlend skip nú á veiðum þar.

Opið handleggsbrot erlends göngumanns

Maðurinn sem fannst meðvitundarlítill á Hornstöndum í gær og var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur er belgískur ferðamaður og búinn að ná fullri meðvitund.

Talskonur svara Gunnari

Konurnar segja að af þeim 21 ummælum sem Gunnar krafðist ómerkingar á hafi einungis fimm verið dæmd ómerk og byggðist sá dómur fyrst og fremst á lagatæknilegum forsendum. Einungis eitt þessara ummæla taldist á ábyrgð þeirra „talskvenna“.

Sjá næstu 50 fréttir