Fleiri fréttir

Skotárásin í Hraunbæ: „Kerfið gafst upp á honum“

„Það er ekkert að gerast sem bendir til þess að lærdómur sé dreginn af þessum hrikalega atburði,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, bróðir Sævars Rafns Jónassonar sem féll fyrir hendi lögreglu í skotárás í Hraunbæ þann 2. desember í fyrra.

Rannsókn á lekanum á lokastigi

Rannsókn á leka lögreglumanns úr skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, er á lokastigi. Þetta staðfestir Jóhannes Jensson sem fer með rannsókn málsins hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Telja húsin liggja undir skemmdum vegna sprenginga

Íbúar í Norðurmýri telja að steypuskemmdir á húsi sínu megi rekja til sprenginga á svokölluðum Einholtsreit í nágrenninu. "Sprengingar eru á lokastigi,“ segir Aðalgeir Hólmsteinsson, umsjónarmaður framkvæmda, sem er verkkaupi framkvæmdanna.

Karlar vilja ekki tala um dauðann

Karlar vilja hlífa sínum nánustu við að ræða dauðann og finna styrk sinn í einveru, andstætt konum. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð sem séra Bragi Skúlason skrifaði. Rannsókn hans tekur til 371 ekkils sem missti konu sína, á þriggja ára tímabili.

Vissi af ólöglegum hlerunum Sérstaks saksóknara árið 2012

Tveir fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara upplýstu Ríkissaksóknara um hleranir á símtölum lögmanna og sakborninga árið 2012. Ríkissaksóknari segir að brugðist hafi verið við þessum ásökunum en þrátt fyrir það hefur tvisvar komið í ljós síðan að Sér

Fjórum sinnum fleiri hjólaslys á þjóðvegum

Fjöldi hjólreiðaslysa á þjóðvegum í dreifbýli fjórfaldaðist á undanförnum fimm árum. Slysin eru þó enn tiltölulega fá og hjólreiðafólki hefur fjölgað á þessu sama tímabili.

Segir bæjarstjórnina þurfa að greiða úr málum við jökullón

„Þetta er eitt af stóru málunum sem ný sveitarstjórn þarf að takast á við,“ segir Ásgrímur Ingólfsson, bæjarfulltrúi í Hornafirði, sem lagði til á síðasta bæjarstjórnarfundi að einu bátasiglingafyrirtæki í viðbót yrði veitt stöðuleyfi við Jökulsárlón.

Landaði elleftu hrefnu ársins

„Pólitíkin var að trufla okkur í fyrra þegar Faxaflóanum var lokað,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson.

Vilja skoða niðurgreiðslu nikótínlyfja

Þrefalt hærri tíðni reykinga hjá þeim sem eru með minni menntun og lægri tekjur. Góður árangur í Danmörku af einstaklingsmiðaðri meðferð og niðurgreiðslu nikótínlyfja hjá ákveðnum hópum. Reykingar ungs fólks minnka stöðugt.

Stífluðu fossinn í leit að konunni

Hluti fossins í Bleiksárgljúfri var í kvöld stíflaður og seig þar kafari niður í þeirri von um að finna konuna sem leitað hefur verið síðan á sunnudag. Aðgerðin tók tæpa fimm klukkutíma en fannst konan ekki þar.

Haldið sofandi í öndunarvél eftir eldsvoða

Konan sem flutt var á sjúkrahús í kjölfar elds sem kom upp í herbergi á hjúkrunarheimilinu Sóltúni síðdegis í dag liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans.

Brú yfir Kjálkafjörð opnuð fyrir verslunarmannahelgi

Einn vestfirsku fjarðanna, Kjálkafjörður, er að lokast þessa dagana með vegfyllingu, og það var rétt eins og opnað væri fyrir flóðgátt þegar sjónum var í fyrsta sinn hleypt undir nýju brúna yfir fjörðinn.

„Hafmeyjur vilja vera í vatni“

Hafmeyjan snéri aftur í Reykjavíkurtjörnina í dag. Jón Gnarr tók glaður í bragði á móti Hafmeyjunni og fagnar því að komið verði upp höggmyndagarði í Hljómskálagarðinum.

Hefur verulegar áhyggjur af ýsustofninum

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar hefur verulegar áhyggjur af ýsustofninum og leggur til að aflahámark lækki um tæp átta þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Aflahámark á þorski hækkar nokkuð minna en vonast var til.

Sjá næstu 50 fréttir