Innlent

Ný álma á Vogi fyrir þá veikustu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Nýja álman er með betri aðstöðu fyrir starfsfólk
Nýja álman er með betri aðstöðu fyrir starfsfólk vísir/heiða
SÁÁ hefur tekið í notkun nýja álmu á Vogi sem er fyrir veikustu sjúklinga sjúkrahússins.

Með nýju álmunni er komið til móts við þarfir veikustu sjúklinganna, oft er um að ræða eldra fólk sem glímir við hreyfihömlun og þarfnast umönnunar og aðhlynningar.

Viðbyggingin var fjármögnuð með framlögum sem velunnarar SÁÁ létu af hendi, án þátttöku ríkis eða sveitarfélaga. Einn einstaklingur styrkti framkvæmdina um heilar fimmtíu milljónir króna.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi
„Við fáum ótrúlega mikla peninga frá fyrirtækjum og einstaklingum. Á síðasta ári settum við 280 milljónir inn í reksturinn en við erum að reka spítalann með 200 milljóna króna halla því við fáum of litlar fjárveitingar frá ríkinu,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. 

Miklir biðlistar eru á Vogi vegna skorts á starfsfólki og fjármagni. „Þeir veikustu sem hafa komið oft þurfa að bíða lengst. Allar svona sparnaðaraðgerðir bitna á veikustu sjúklingunum.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×