Innlent

Kvaddi sem bæjarstjóri á afmælisdegi Reykjanesbæjar

Árni Sigfússon hefur verið bæjarstjóri Reykjanesbæjar síðastliðin 12 ár.
Árni Sigfússon hefur verið bæjarstjóri Reykjanesbæjar síðastliðin 12 ár. vísir/GVA
Á tuttugu ára afmæli Reykjanesbæjar kvaddi Árni Sigfússon samstarfsfólk sitt eftir 12 ára setu sem bæjarstjóri.

Á vef Víkurfrétta kemur fram að Árni hafi notað tækifærið og kvatt formlega með ræðu þar sem hann lagði áherslu á hversu mikið hefði áunnist í sameinuðu sveitarfélagi.

Talaði Árni sérstaklega um þá ákvörðun starfsfólksins að gefa 10-15 prósent af vinnu sinni eftir hrun, sem væri líklega einsdæmi. „Núna þegar ég kveð í þessu hlutverki er ég mjög bjartsýnn og trúi því að með ykkur er hægt að gera allt vel,“ sagði Árni meðal annars. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×