Fleiri fréttir

Femínistafélagið skorar á stjórnvöld

Femínistafélag Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna aukins fjölda mála þar sem kynferðislegum myndum og myndböndum af fólki er dreift án samþykkis. Dreifing slíkra mynda og myndbanda er ofbeldisfullur gjörningur og óhugnanleg afleiðing og birtingarmynd klámvæðingar.

Sýslumönnum mun fækka um þrettán

Miklar breytingar hafa verið samþykktar á skiptingu sýslumanns- og lögregluembætta um allt land. Embættin sem standa eftir eru samtals átján talsins en þó er stefnt að því að enginn standi uppi atvinnulaus eftir þessar breytingar.

Göngubrú yfir Sæbraut að Hörpu hafnað

Hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um göngubrú eða göng undir Sæbraut að tónlistarhúsinu Hörpu var hafnað í skipulagsráði að tillögu samgöngustjóra.

Fráveitu allra sumarhúsa við Þingvallavatn ábótavant

Verulegar úrbætur þurfa að koma til í fráveitumálum á verndarsvæði Þingvallavatns. Ekki finnst það sumarhús þar sem fráveita stenst kröfur. Lausn vandans er ekki í sjónmáli en þær nærtækustu verða eigendum dýrar.

Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni

Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu.

Kræklóttasti viðurinn kurlaður

„Við erum að senda samtals 500-550 rúmmetra af lerki frá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað til Elkem á Grundartanga, á 12-14 bílum.“

Hvalbátar búnir undir vertíðina

Engan bilbug er að finna á ráðamönnum Hvals hf. sem undirbúa nú stórhvalaveiðar sumarsins af fullum krafti, eins og sjá mátti í slippnum í Reykjavík nú síðdegis.

Meira malbik á Dettifossveg

Langþráð vegagerð að frægum ferðamannastöðum á Norðausturlandi, kaflinn frá Ásbyrgi áleiðis að Hljóðaklettum, er að hefjast.

Reiðhjólafjöldi lögreglunnar margfaldast

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók í dag í notkun sex sérútbúin lögreglureiðhjól. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir sýnileika lögreglunnar eflast til muna með hjólandi lögreglumönnum.

„Við erum orðin öskureið“

Ekkert nýtt liggur fyrir í samningaviðræðum grunnskólakennara og sveitarfélaga en kapp er lagt á að semja áður en til næstu vinnustöðvunar kemur.

Piltunum fimm sleppt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu ákæruvaldsins um áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir piltunum fimm sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku þar síðustu helgi. Þeim verður því sleppt í dag.

Sjá næstu 50 fréttir