Fleiri fréttir

Íslenskir neytendur beittir blekkingum

Sindri Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands segir að á meðan ekki er í gildi reglugerð sem skyldar framleiðendur til að upprunamerkja allar landbúnaðarvörur, eru hætt á að þeir séu beittir blekkingum.

Myndband af brunanum við Hafravatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu barðist í morgun við eld í sumarbústað við Elliðakotsafleggjara rétt austan við Gunnarshólma við Suðurlandsveg.

Hvalabjórbruggara hótað

Hvalabjórinn frá Brugghúsinu Steðja í Borgarfirði fær blendin viðbrögð. Dagbjartur Arilíusson segir að honum hafi borist hótanir í gær og í morgun vegna nýs bjórs sem fyrirtækið ætlar að gefa út á Þorra.

Fagráð um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki

„Upphafi má meðal annars rekja til málsins með Karl Vigni Þorsteinsson en hann hafði á sínum tíma komið að starfsemi innan Blindrafélagsins,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins.

Bústaðurinn brunninn til grunna

Vélskófla er nú að moka leifunum af sumarbústað, í útjaðri Reykjavíkur, upp á vörubíl til urðunar, eftir að bústaðurinn brann til kaldara kola í morgun. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kviknaði.

Drangsnes gengur fyrir díselvél

"Rafmagnið hefur verið óstöðugt, línan er ekki nógu öflug og hún er að sligast undan ísingu,“ segir Óskar Torfason, íbúi á Drangsnesi.

Leita að loðnu austur af Kolbeinsey

Að minnsta kosti sjö stór fjölveiðiskip eru nú farin til loðnuleitar austur af Kolbeinsey og norður af sléttu, en þar sást talsvert af loðnu fyrir nokkrum dögum, áður en óveður hrakti skipin aftur í land.

Piltar í Ingólfsfjalli voru orðnir blautir og kaldir

Piltarnir þrír, sem björgunarsveitarmenn björguðu úr sjálfheldu í hlíðum Infgólfsfjalls í gærkvöldi, voru orðnir blautir og kaldir þegar björgunarsveitarmenn sigu niður til þeirra, en engum varð þó meint af.

Sumarbústaður brennur við Hafravatn

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu barðist í morgun við eld í sumarbústað við Elliðakotsafleggjara rétt austan við Gunnarshólma við Suðurlandsveg. Tilkynning barst um eldinn á sjöunda tímanum og logaði glatt í bústaðnum þegar liðið kom á vettvang, en talið er að engin hafi verið í bústaðnum. Eldurinn var það mikill að ekki var hægt að senda reykkafara inn í bústaðinn. Ákveðið var fyrir stundu að láta bústaðinn brenna til kaldra kola en verja umhverfið, því hann er hvort eð er ónýtur. Staðin verður vakt á staðnum og síðan drepið í glæðum. Eldsupptök eru ókunn.

Sykurskattur dugir ekki til einn og sér

Bandarískir hagfræðingar telja að hækkun á sykurskatti geti spornað við offitu. Steinar B. Aðalbjörnsson telur að meira þurfi til hér á landi.

Samningarnir mikill áfangi í sjálfum sér

"Það eitt að ná samningum tel ég vera mikinn áfanga og gera öllum fært að leysa sjúklinga og lækna úr þeirri óreiðu sem samningsleysið skapaði,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Sparar skattfé og eykur öryggi almennings

Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu.

Ákváðu að skella í gang söfnun

Tveir félagar, þeir Árni Geir Bergsson og Heimir Arnfinnsson, hafa sett af stað söfnun fyrir mæðgurnar sem lentu í bruna á heimili sínu í Írabakka í Breiðholti í byrjun desember, en þær misstu allt sitt.

Hestar á hlaupabretti með bleiu

Íslensk vatnshlaupabretti fyrir veðhlaupahesta í Ástralíu og Dubai eru nú smíðuð á sveitabæ í Flóanum en alls hafa verið smíðuð 14 bretti á síðustu þremur árum, sem hafa farið til þriggja heimsálfa.

Ástæður lömunar ókunnar

Brandur Karlsson notar munninn til að mála, en hann er lamaður fyrir neðan háls af ókunnum orsökum. Brandur hlaut í dag styrk til að halda listsköpun sinni áfram.

Bjargaði lífi vinkonu sinnar. "Þau voru mjög heppin"

"Ég get ekki hugsað mér, hvernig þetta hefði getað endað. Ég hef ekki leyft mér að hugsa það,“ segir æskuvinkona og nágranni fólksins sem bjargað var úr brennandi íbúð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Varaslökkviliðsstjóri segir þau afar heppin að ekki fór verr.

Slysum stúta hefur fækkað frá 2008

Alls voru 142 ökumenn handteknir í desember grunaðir um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur, samanborið við 114 ökumenn í desember 2012.

Viðtal: Takast á við bróðurmissinn

Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir sem misstu bróður sinn Pétur Róbert Tryggvason í flugslysinu við Hlíðarfjallsveg takast nú á við bróðurmissinn.

Sjá næstu 50 fréttir