Segir óþolandi að verslunarmenn geti blekkt neytendur Höskuldur Kári Schram skrifar 9. janúar 2014 13:09 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra. mynd/pjetur Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra ætlar að beita sér fyrir því að reglur um upprunamerkingar landbúnaðarafurða taki gildi sem fyrst.Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands fer hörðum orðum um það sem hann kallar blekkingarleik við sölu búvara í viðtali við Bændablaðið í dag. Sindri vísar í þessu samhengi til frétta um að íslensk fyrirtæki hafi blandað erlendu hráefni saman við framleiðslu íslenskra bænda. Hann krefst þess að reglur um upprunamerkingu verði innleiddar strax til að neytendur fái allar nauðsynlegar upplýsingar.Fram kemur í Bændablaðinu að slíkar reglur eigi að taka gildi í desember á þessu ári í samræmi við ákvæði EES-samningsins en Sindri vill að gildistökunni verði flýtt. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segist ætla beita sér fyrir því. „Það er verið að vinna að frumvarpi um upprunamerkingar sem tekur reyndar ekki á öllu þessu en svona tengdum hlutum. Það hefur líka verið af hálfu þingmanna Framsóknarflokks verið lagt fram frumvarp sem byggir á því að upprunamerkja íslenska framleiðslu. Ég tek bara undir það að það sé mjög skynsamlegt og nauðysnlegt að taka upp þessar reglur og það er engin þörf á því að bíða eftir því að Evrópusambandið innleiði þær," segir Sigurður Ingi. Sigurður segir eðlilegt að neytendur geti aflað sér upplýsinga um uppruna matvæla. „Það hefur lengi verið skoðun mín að það sé algjörlega óþolandi að iðnaðurinn eða verslunin geti blekkt neytendur. Það er nauðsynlegt að neytendur geti gengið að því vísu ef þeir eru að kaupa íslenska vöru að hún sé íslensk,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra ætlar að beita sér fyrir því að reglur um upprunamerkingar landbúnaðarafurða taki gildi sem fyrst.Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands fer hörðum orðum um það sem hann kallar blekkingarleik við sölu búvara í viðtali við Bændablaðið í dag. Sindri vísar í þessu samhengi til frétta um að íslensk fyrirtæki hafi blandað erlendu hráefni saman við framleiðslu íslenskra bænda. Hann krefst þess að reglur um upprunamerkingu verði innleiddar strax til að neytendur fái allar nauðsynlegar upplýsingar.Fram kemur í Bændablaðinu að slíkar reglur eigi að taka gildi í desember á þessu ári í samræmi við ákvæði EES-samningsins en Sindri vill að gildistökunni verði flýtt. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra segist ætla beita sér fyrir því. „Það er verið að vinna að frumvarpi um upprunamerkingar sem tekur reyndar ekki á öllu þessu en svona tengdum hlutum. Það hefur líka verið af hálfu þingmanna Framsóknarflokks verið lagt fram frumvarp sem byggir á því að upprunamerkja íslenska framleiðslu. Ég tek bara undir það að það sé mjög skynsamlegt og nauðysnlegt að taka upp þessar reglur og það er engin þörf á því að bíða eftir því að Evrópusambandið innleiði þær," segir Sigurður Ingi. Sigurður segir eðlilegt að neytendur geti aflað sér upplýsinga um uppruna matvæla. „Það hefur lengi verið skoðun mín að það sé algjörlega óþolandi að iðnaðurinn eða verslunin geti blekkt neytendur. Það er nauðsynlegt að neytendur geti gengið að því vísu ef þeir eru að kaupa íslenska vöru að hún sé íslensk,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira