Innlent

Skúli Helgason í framboð

Skúli Helgason
Skúli Helgason
Skúli Helgason, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, býður sig fram til þriðja sætis í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Skúli starfar sem verkefnastjóri fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í Fréttatímanum. Skúli leggur áherslu á menntamál og græn atvinnumál. Þá vill hann tryggja jöfn tækifæri barna í öllum hverfum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×