Fatlað fólk verður frekar fyrir kynferðisofbeldi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. janúar 2014 12:59 „Það liggur ljóst fyrir að fatlað fólk er í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi . Alls konar ofbeldi, líka kynferðisofbeldi,“ segir Embla. mynd/365 Ofbeldi er algengara gagnvart fötluðu fólki en öðrum hópum fólks. Fatlað fólk á oft á tíðum erfiðara en aðrir með að greina frá ofbeldinu af ýmsum ástæðum og það á jafnframt erfiðara með að verja sig gagnvart því. Þetta kom fram í samtali Vísis við þær Emblu Guðrúnar – og Ágústsdóttur, stjórnarformann NPA miðstöðvarinnar og Hrafnhildi Snæfríðar- og Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum.Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta sagði það sama í samtali við Vísi í gær en Stígamót eru að fara af stað með tilraunaverkefni til eins árs. Farið verður inn í samfélag fatlaðra og fræðsla um ofbeldi veitt.Réttarstaða fatlaðara ekki sérlega sterk „Það liggur ljóst fyrir að fatlað fólk er í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi . Alls konar ofbeldi, líka kynferðisofbeldi,“ segir Embla. Valdaójafnvægið sé oft á tíðum mjög mikið. Réttarstaða fatlaðs fólks sé ekki sérlega sterk sem hafi sýnt sig þegar ofbeldi gegn fötluðum er kært. „Það er mjög margt sem vinnur gegn fötluðu fólki í svona málum,“ segir Embla. Hrafnhildur tekur í sama streng og Embla. „Fatlað fólk í heiminum er valdaminni hópur í samfélaginu og það hefur áhrif á það hvernig málin eru unnin,“ segir hún. Mjög algengt sé að málin nái aldrei fyrir dóm. Hrafnhildur er ásamt fleirum að vinna að rannsókn þar sem þau eru með rýnihópa. Þar koma saman nokkrar fatlaðar konur ræða upplifun sína á málefninu. Í þeirri vinnu hafi komið skýrt fram að fatlaðar konur séu hræddar um að þeim verði ekki trúað og að kerfið styðji þær ekki í að sækja rétt sinn. „Það er svo það sem við erum að sjá núna,“ segir Hrafnhildur og vísar þar til málsins þar sem rúmlega áttræður karlmaður var sakaður um að hafa misnotað þroskaskerta stjúpdóttur sína í 40 ár, en það mál hefur verið fellt niður af saksóknara. Aðgreining sérstaklega hættuleg fötluðu fólki Hrafnhildur segir að rannsóknir sýni að fatlað fólk verður fyrir samskonar ofbeldi og allir aðrir. „Aðgreiningin er sérstaklega hættuleg fötluðu fólki. Allar rannsóknir sýna það mjög skýrt,“ segir Embla. Fatlað fólk verði þó eins og aðrir fyrir ofbeldi á ólíkum stöðum. Þau verða líka fyrir ofbeldi í samböndum og frá ættingjum eins og annað fólk. Valdaójafnvægið geri þeim síðan erfiðara fyrir. Til dæmis sé það þekkt bæði hér á landi og erlendis að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra. „Af því að fatlað fólk þarf oft aðstoð til þess að taka þátt í samfélaginu og við persónulegar athafnir dagslegs líf, gerir það fólkið viðkvæmara fyrir og eykur líkur á að það verði fyrir ofbeldi,“ segir Hrafnhildur. „Við vitum að fatlað fólk hefur orðið fyrir ofbeldi í þessum úrræðum.“ „Við höfum líka verið að skoða hver viðbrögð umhverfisins séu þegar fatlaðir einstaklingar greina frá ofbeldi. Þær konur sem við ræddum við í rýnihópnum sögðu frá því að þær hefðu fengið lítinn stuðning til þess að komast undan ofbeldinu og því sé jafnvel viðhaldið með aðgerðarleysi og þöggun,“ segir Hrafnhildur. „Aðgengi að félagslegri og réttarfarslegri aðstoð hefur verið mjög skert fyrir þennan hóp,“ segir Hrafnhildur. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ofbeldi er algengara gagnvart fötluðu fólki en öðrum hópum fólks. Fatlað fólk á oft á tíðum erfiðara en aðrir með að greina frá ofbeldinu af ýmsum ástæðum og það á jafnframt erfiðara með að verja sig gagnvart því. Þetta kom fram í samtali Vísis við þær Emblu Guðrúnar – og Ágústsdóttur, stjórnarformann NPA miðstöðvarinnar og Hrafnhildi Snæfríðar- og Gunnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum.Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta sagði það sama í samtali við Vísi í gær en Stígamót eru að fara af stað með tilraunaverkefni til eins árs. Farið verður inn í samfélag fatlaðra og fræðsla um ofbeldi veitt.Réttarstaða fatlaðara ekki sérlega sterk „Það liggur ljóst fyrir að fatlað fólk er í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi . Alls konar ofbeldi, líka kynferðisofbeldi,“ segir Embla. Valdaójafnvægið sé oft á tíðum mjög mikið. Réttarstaða fatlaðs fólks sé ekki sérlega sterk sem hafi sýnt sig þegar ofbeldi gegn fötluðum er kært. „Það er mjög margt sem vinnur gegn fötluðu fólki í svona málum,“ segir Embla. Hrafnhildur tekur í sama streng og Embla. „Fatlað fólk í heiminum er valdaminni hópur í samfélaginu og það hefur áhrif á það hvernig málin eru unnin,“ segir hún. Mjög algengt sé að málin nái aldrei fyrir dóm. Hrafnhildur er ásamt fleirum að vinna að rannsókn þar sem þau eru með rýnihópa. Þar koma saman nokkrar fatlaðar konur ræða upplifun sína á málefninu. Í þeirri vinnu hafi komið skýrt fram að fatlaðar konur séu hræddar um að þeim verði ekki trúað og að kerfið styðji þær ekki í að sækja rétt sinn. „Það er svo það sem við erum að sjá núna,“ segir Hrafnhildur og vísar þar til málsins þar sem rúmlega áttræður karlmaður var sakaður um að hafa misnotað þroskaskerta stjúpdóttur sína í 40 ár, en það mál hefur verið fellt niður af saksóknara. Aðgreining sérstaklega hættuleg fötluðu fólki Hrafnhildur segir að rannsóknir sýni að fatlað fólk verður fyrir samskonar ofbeldi og allir aðrir. „Aðgreiningin er sérstaklega hættuleg fötluðu fólki. Allar rannsóknir sýna það mjög skýrt,“ segir Embla. Fatlað fólk verði þó eins og aðrir fyrir ofbeldi á ólíkum stöðum. Þau verða líka fyrir ofbeldi í samböndum og frá ættingjum eins og annað fólk. Valdaójafnvægið geri þeim síðan erfiðara fyrir. Til dæmis sé það þekkt bæði hér á landi og erlendis að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra. „Af því að fatlað fólk þarf oft aðstoð til þess að taka þátt í samfélaginu og við persónulegar athafnir dagslegs líf, gerir það fólkið viðkvæmara fyrir og eykur líkur á að það verði fyrir ofbeldi,“ segir Hrafnhildur. „Við vitum að fatlað fólk hefur orðið fyrir ofbeldi í þessum úrræðum.“ „Við höfum líka verið að skoða hver viðbrögð umhverfisins séu þegar fatlaðir einstaklingar greina frá ofbeldi. Þær konur sem við ræddum við í rýnihópnum sögðu frá því að þær hefðu fengið lítinn stuðning til þess að komast undan ofbeldinu og því sé jafnvel viðhaldið með aðgerðarleysi og þöggun,“ segir Hrafnhildur. „Aðgengi að félagslegri og réttarfarslegri aðstoð hefur verið mjög skert fyrir þennan hóp,“ segir Hrafnhildur.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira