Íslenskir neytendur beittir blekkingum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. janúar 2014 18:55 Landbúnaðarráðherra segir nauðsynlegt að stöðva þær blekkingar sem hafa tíðkast varðandi upprunamerkingar á landbúnaðarvörum í verslununum. Formaður Bændasamtakanna tekur undir með ráðherra enda sé það óþolandi hvernig skammtímahagsmunir einstakra fyrirtækja stofni góðri ímynd íslenskra landbúnaðarafurða í hættu. Upprunamerkingar á fersku og frosnu nautakjöti hafa verið í gildi hérlendis síðan 2011. Það á hinsvegar ekki við um aðrar landbúnaðarvöru. Reglugerð frá Evrópusambandinu sem innleidd verður á Íslandi í lok þessa árs skyldar matvælaframleiðendur til að upprunamerkja allar landbúnaðarvörur. Formaður Bændasamtakanna telur hinsvegar nauðsynlegt að flýta gildistöku þessar laga enda hafi íslenskir neytendur verið beittir blekkingum. „Já, það má alveg segja það. Ef að menn eru að markaðsetja innflutta búvöru eins og til dæmis kjötvöru sem er þítt upp og blandað saman við framleiðslu hér heima þá er það klárlega blekking og er óásættanlegt,“ segir Sindri Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Telurðu að fyrirtæki hafi vísvitandi nýtt sér þá staðreynd að ekki er krafist upprunamerkinga á annarri búvöru en nautakjöti? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það en þessar fréttir segja okkur það að þetta er raunin. Þetta segir okkur líka að það er nauðsynlegt að setja þær reglur að hér sé nauðsynlegt að upprunamerkja allar búvörur,“ segir Sindri og bætir því að hætta sé á að svona starfshættir geti skaða ímynd landbúnaðar á Íslandi. Landbúnaðarráðherra tekur undir orð Sindra um að blekkingum sé beitt þegar landbúnaðarvörur eru ekki upprunamerktar. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að flýta gildistöku laganna. Ekki sé þó með öllu ljóst hvenær það muni gerast. Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir nauðsynlegt að stöðva þær blekkingar sem hafa tíðkast varðandi upprunamerkingar á landbúnaðarvörum í verslununum. Formaður Bændasamtakanna tekur undir með ráðherra enda sé það óþolandi hvernig skammtímahagsmunir einstakra fyrirtækja stofni góðri ímynd íslenskra landbúnaðarafurða í hættu. Upprunamerkingar á fersku og frosnu nautakjöti hafa verið í gildi hérlendis síðan 2011. Það á hinsvegar ekki við um aðrar landbúnaðarvöru. Reglugerð frá Evrópusambandinu sem innleidd verður á Íslandi í lok þessa árs skyldar matvælaframleiðendur til að upprunamerkja allar landbúnaðarvörur. Formaður Bændasamtakanna telur hinsvegar nauðsynlegt að flýta gildistöku þessar laga enda hafi íslenskir neytendur verið beittir blekkingum. „Já, það má alveg segja það. Ef að menn eru að markaðsetja innflutta búvöru eins og til dæmis kjötvöru sem er þítt upp og blandað saman við framleiðslu hér heima þá er það klárlega blekking og er óásættanlegt,“ segir Sindri Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Telurðu að fyrirtæki hafi vísvitandi nýtt sér þá staðreynd að ekki er krafist upprunamerkinga á annarri búvöru en nautakjöti? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það en þessar fréttir segja okkur það að þetta er raunin. Þetta segir okkur líka að það er nauðsynlegt að setja þær reglur að hér sé nauðsynlegt að upprunamerkja allar búvörur,“ segir Sindri og bætir því að hætta sé á að svona starfshættir geti skaða ímynd landbúnaðar á Íslandi. Landbúnaðarráðherra tekur undir orð Sindra um að blekkingum sé beitt þegar landbúnaðarvörur eru ekki upprunamerktar. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að flýta gildistöku laganna. Ekki sé þó með öllu ljóst hvenær það muni gerast.
Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira