Innlent

Hátt í hundrað leituðu á bráðamóttöku vegna hálku í dag

Birta Björnsdóttir skrifar
Flughálka hefur sett strik í reiknginginn hjá mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins í dag.

Hátt í 100 manns höfðu í dag leitað á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, rúmlega helmingi fleiri en á venjulegum degi. Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans segir daginn hafa verið mjög annasamann en bæði börn og fullorðnir hafi leitað til þeirra eftir hálkuslys. Þar eru algengustu áverkarnir beinbrot, höfuðhögg, skurðir og tognanir.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er alltaf eitthvað um óhöpp og slys á bréfberum en þeim hefur fækkað umtalsvert undanfarin ár. Allir bréfberar hjá póstinum hafa kost á því að fá mannbrodda til afnota og þeir eru afar þakklátir þegar almenningur man eftir að kveikja útiljós og moka tröppur.

Frá Reykjavíkurborg fengust þær upplýsingar að á dögum sem þessum sé um 40 tonnum af sandi dreift á göngustíga borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×