Fleiri fréttir

Nafn konunnar sem lést

Konan sem lést í samkvæmi í Vesturbænum aðfaranótt laugardags hét Eva María Þorvarðardóttir og var fædd árið 1992.

Ökumaður jeppa gaf sig fram

Lögreglan á Suðurnesjunum lýsti eftir ökumanni jeppa vegna rannsóknar á bílslysi í Reykjanesbæ í síðustu viku.

Svanur blæs til tónleika samhliða landsleik

"Við vorum löngu búin að skipuleggja að hafa tónleikana þennan dag,“ segir Jón Ingvar Bragason, formaður lúðrasveitarinnar Svansins um það að sveitin haldi tónleika á sama tíma og landsleikur Íslands við Króatíu fer fram í Zagreb í kvöld.

Rúta valt við Öxará - 49 manns um borð

Rúta með 49 manns innaborðs fór á hliðina við Öxará á Þingvöllum rétt í þessu. Samkvæmt skeyti frá neyðarlínunni urðu ekki mikil slys á fólki. Lögreglan er á leiðinni, bæði frá Selfossi og Reykjavík.

Íþróttamálaráðherra vonglaður í Zagreb

Illugi Gunnarsson íþróttamálaráðherra flaug til Zagreb í gær. Hann segir mikla stemmningu ríkja meðal Íslendinga sem mættir eru til að fylgjast með leiknum.

Mannfall við sendiráð Írana í Beirút

22 eru látnir hið minnsta eftir röð sprenginga við íranska sendiráð í Beirút, höfuðborg Líbanon í morgun. Íran er stór stuðningsaðili Hezbollah samtakanna í Líbanon, sem hafa sent hermenn til bardaga í Sýrlandi, til stuðnings stjórnarhers Bashar al-Assads forseta.

Börðu mann sem stóð þá að innbroti

Tveir erlendir karlmenn, sem eru búsettir hér á landi, voru handteknir á Suðurlandi í nótt eftir fólskulega árás á mann sem stóð þá að innbroti í sumarbústað. Annar mannanna á langan brotaferil að baki og stal meðal annars úr versluninni Geysi fyrir um tvær milljónir króna.

Illugi til Zagreb

Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta-, menningar- og íþróttamála, verður meðal áhorfenda þegar Íslendingar keppa við Króata í kvöld

Mikil leit gerð að stúlku á Álftanesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði mikla leit að stúlku á norðanverðu Álftanesi upp úr miðnætti og naut meðal annars aðstoðar slökkviliðsins, sem sendi stigabíl á vettvang. Þá var lögreglubílum með ljóskösturum ekið um svæðið.

Tók kast þegar kona svínaði óvart á hann

Karlmaður brjálaðist þegar kona svínaði óvart fyrir hann á hringtorginu við Þjóðminjasafnið í gærkvöldi. Hann elti bíl konunnar vestur Hringbraut, inn á Bræðraborgarstíg, Vesturgötu og stöðvaði bíl sinn loks fyrir aftan hana á rauðu ljósi á mótum Ægisgötu og Geirsgötu.

Gefa bókasafnsbækur sem á að farga

Djúpavogsbúar geta nú eignast bækur og blöð frá bókasafni bæjarins sem er löngu sprungið. Afganginum af því sem var grisjað frá verður fargað - nema einhver vilji láta senda sér það, segir sveitarstjórinn sem sjálfur nældi í innbundinn Skírni.

Könnuðu bakgrunn tveggja mæðra barns

Þjóðskrá Íslands mátti leita til læknasetursins Art Medica til að staðfesta að barn sem verið var að skrá ætti í raun tvær mæður.

Héldu að drengur hefði lent undir bíl á Akureyri

Mikill viðbúnaður var í snarbrattri skógivaxinni hlíð ofan við Akureyrarkirkju á sjöunda tímanum í gærkvöldi, eftir að bíll hafði hafnað á trjám í miðri hlíðinni og óttast var að ungur drengur hefði orðið undir bílnum. Tildrög voru þau að þegar bíl var ekið eftir Eyrarlandsvegi, sá ökumaðurinn hvar ungur drengur stefndi á hann á snjósleða og fékk ekki við neitt ráðið.

Hreindýr éta fótboltavöll á Djúpavogi

"Þetta eru falleg dýr sem setja mikinn svip á bæinn,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, þar sem fjörtíu til fimmtíu hreindýr gerðu sig heimakomin á fótboltavelli bæjarins í gær.

Þarf viðhorfsbreytingu til drykkju framhaldsskólanema

Eftir góðan árangur af forvörnum í grunnskólum þarf að beina sjónum að áfengisneyslu í framhaldsskólum segir félagsfræðingur. Viðhorf foreldranna breytast þegar börn fara í framhaldsskóla. Tímapunktur sem allt breytist hjá krökkunum.

Útvegsmenn hafa ekki skuldsett sig vegna kaupa á makrílkvóta

Að mati Vinstri grænna hvílir ekki lagaskylda á sjávarútvegsráðherra að kvótasetja makríl. Samfylkingin vill að hluti aflaheimilda í makríl verði boðinn upp á frjálsum markaði. Útvegsmenn fagna lagasetningu en smábátasjómenn eru á móti.

Gengur ekki að borga með erlendum föngum

Samningar sem Ísland hefur undirgengist gera ekki ráð fyrir því að greitt sé með erlendum föngum til að heimalönd þeirra fallist á að taka við þeim til afplánunar. Engin sparnaður yrði af því að taka upp slíkt fyrirkomulag.

Frosthörkur á leiðinni

Sannkallað vetrarveður hefur sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið að undanförnu en töluverð snjókoma hefur gert vart við sig

Hæpnar forsendur lögreglu

Lögmaður VIP Club segir tálbeitur lögreglu hafa boðið fíkniefni í skiptum fyrir kynlífsþjónustu. Lektor í lögum segir aðferðir lögreglu vafasamar.

Ólína krefst rökstuðnings frá útvarpsstjóra

Ólínu Þorvarðardóttur segir það sæta verulegum tíðindum að Páll Magnússon útvarpsstjóri hafi fallið frá því ferli að ráða dagskrárstjóra útvarps og krefst skýringa.

Segja fækkun sjúkraflutningsmanna hættuleik

Stjórn Lögreglufélags Suðurlands hefur sent frá sér ályktun vegna niðurskurðar sem boðaður hefur verið í mönnun sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands í Árnessýslu.

Lögreglan leitar vitna að umferðarslysi

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi, þar sem ekið var á gangandi vegfaranda síðastliðinn fimmtudag um klukkan 18:40.

Páll ræðir ekki ástæður í dagskrárstjóramáli

"Það er bara af ástæðu sem ég kýs að ræða ekki opinberlega,“ segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri um þá ákvörðun sína að fresta því að ráða í stöðu dagskrárstjóra útvarps.

VG leggst gegn kvótavæðingu á makríl

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur óskað eftir sérstakri umræðu við sjávarútvegsráðherra um áform varðandi kvótasetningu á makríl.

Ríkissjóður í ruslflokk ef Seðlabankinn fjármagnar skuldaleiðréttingu

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fari í ruslflokk ef Seðlabankanum verði gert með lagabreytingum að fjármagna skuldaleiðréttingarsjóð. Þetta kom fram á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun

Sjá næstu 50 fréttir