Útvegsmenn hafa ekki skuldsett sig vegna kaupa á makrílkvóta Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 06:00 framseljanlegar aflaheimildir Sjávarútvegsráðherra ætlar að kvótasetja makríl. Útvegsmönnum verður úthluta aflaheimildum á grundvelli veiðireynslu þeim verður svo heimilt að selja kvótann. Frettablaðið/þorgeir „Það hefur enginn útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Ég spyr því afhverju má ekki bjóða þennan kvóta út, eða að minnsta kosti hluta hans. Það hefur heldur engin útgerð áratugalanga reynslu af þessum veiðum eða hefur áunnið sér siðferðilegan hefðarrétt,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála hefur boðað að makríll verði kvótasettur. Aflaheimildir verða miðaðar við veiðireynslu skipa undanfarin ár og verða með frjálsu framsali. Ráðherrann telur að samkvæmt lögum um úthafsveiðar verði að kvótasetja makrílinn. Því eru þó ekki allir sammála því þingflokkur Vinstri grænna hafnar því að lagaskylda hvíli á ráðherra í þessu máli þar sem ekki hafi verið samið um hlut Íslands í veiðunum. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur fráleitt að kvótinn sé afhentur endurgjaldslaust og skapi útgerðinni framseljanleg verðmæti sem geti numið hundruðum milljörðum króna. Útvegsmenn fagna hins vegar áformum sjávarútvegsráðherra um að kvótasetja makríl. „Menn eru búnir að kosta miklu til að afla þessara veiðiheimilda, kaupa skip og endurnýja búnað til að geta sinnt þessum veiðum sem best,“ segir Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Adolf segir að það hafi allir getað farið á makrílveiðar þegar makríllin fór að veiðast hér við land. Þeir sem hafi skapað íslendingum veiðireynslu í greininni eigi að njóta þess því eigi ekki að bjóða upp aflaheimildir. Hann segir að það sé lágmark að stjórnvöld fari að lögum um úthafsveiðar og bindi makrílinn í kvóta. Það hefði raunar átt að vera löngu búið. Einar Valur Kristjánsson framkvæmdahússins Gunnvarar í Hnífsdal bendir á að ef aflaheimildir í makríl yrðu boðnar upp yrðu það eitt til tvö fyrirtæki sem hefðu fjarhagslega burði til að kaupa allan kvótann. „Þeir sem kalla á uppboð vilja að hér starfi eitt eða tvö sjávarútvegsfyrirtæki. Menn verða að ákveða hvort að ávinningurinn af þessum veiðum á að dreifast um byggðir landsins eða vera bundinn við eitt eða tvö fyrirtæki,“ segir Einar Valur. Landssamband smábátaeigenda hefur skýra stefnu í málinu. Smábátaeigendur segja að færaveiðum smábáta í makríl eigi ekki að stjórna með kvótasetningu. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Það hefur enginn útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Ég spyr því afhverju má ekki bjóða þennan kvóta út, eða að minnsta kosti hluta hans. Það hefur heldur engin útgerð áratugalanga reynslu af þessum veiðum eða hefur áunnið sér siðferðilegan hefðarrétt,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála hefur boðað að makríll verði kvótasettur. Aflaheimildir verða miðaðar við veiðireynslu skipa undanfarin ár og verða með frjálsu framsali. Ráðherrann telur að samkvæmt lögum um úthafsveiðar verði að kvótasetja makrílinn. Því eru þó ekki allir sammála því þingflokkur Vinstri grænna hafnar því að lagaskylda hvíli á ráðherra í þessu máli þar sem ekki hafi verið samið um hlut Íslands í veiðunum. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur fráleitt að kvótinn sé afhentur endurgjaldslaust og skapi útgerðinni framseljanleg verðmæti sem geti numið hundruðum milljörðum króna. Útvegsmenn fagna hins vegar áformum sjávarútvegsráðherra um að kvótasetja makríl. „Menn eru búnir að kosta miklu til að afla þessara veiðiheimilda, kaupa skip og endurnýja búnað til að geta sinnt þessum veiðum sem best,“ segir Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Adolf segir að það hafi allir getað farið á makrílveiðar þegar makríllin fór að veiðast hér við land. Þeir sem hafi skapað íslendingum veiðireynslu í greininni eigi að njóta þess því eigi ekki að bjóða upp aflaheimildir. Hann segir að það sé lágmark að stjórnvöld fari að lögum um úthafsveiðar og bindi makrílinn í kvóta. Það hefði raunar átt að vera löngu búið. Einar Valur Kristjánsson framkvæmdahússins Gunnvarar í Hnífsdal bendir á að ef aflaheimildir í makríl yrðu boðnar upp yrðu það eitt til tvö fyrirtæki sem hefðu fjarhagslega burði til að kaupa allan kvótann. „Þeir sem kalla á uppboð vilja að hér starfi eitt eða tvö sjávarútvegsfyrirtæki. Menn verða að ákveða hvort að ávinningurinn af þessum veiðum á að dreifast um byggðir landsins eða vera bundinn við eitt eða tvö fyrirtæki,“ segir Einar Valur. Landssamband smábátaeigenda hefur skýra stefnu í málinu. Smábátaeigendur segja að færaveiðum smábáta í makríl eigi ekki að stjórna með kvótasetningu.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira