Innlent

Útvegsmenn hafa ekki skuldsett sig vegna kaupa á makrílkvóta

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
framseljanlegar aflaheimildir 
Sjávarútvegsráðherra ætlar að kvótasetja makríl. Útvegsmönnum verður úthluta aflaheimildum á grundvelli veiðireynslu þeim verður svo heimilt að selja kvótann. 	Frettablaðið/þorgeir
framseljanlegar aflaheimildir Sjávarútvegsráðherra ætlar að kvótasetja makríl. Útvegsmönnum verður úthluta aflaheimildum á grundvelli veiðireynslu þeim verður svo heimilt að selja kvótann. Frettablaðið/þorgeir
 „Það hefur enginn útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Ég spyr því afhverju má ekki bjóða þennan kvóta út, eða að minnsta kosti hluta hans. Það hefur heldur engin útgerð áratugalanga reynslu af þessum veiðum eða hefur áunnið sér siðferðilegan hefðarrétt,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála hefur boðað að makríll verði kvótasettur. Aflaheimildir verða miðaðar við veiðireynslu skipa undanfarin ár og verða með frjálsu framsali. Ráðherrann telur að samkvæmt lögum um úthafsveiðar verði að kvótasetja makrílinn.

Því eru þó ekki allir sammála því þingflokkur Vinstri grænna hafnar því að lagaskylda hvíli á ráðherra í þessu máli þar sem ekki hafi verið samið um hlut Íslands í veiðunum.

Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi sjávarútvegsráðherra telur fráleitt að kvótinn sé afhentur endurgjaldslaust og skapi útgerðinni framseljanleg verðmæti sem geti numið hundruðum milljörðum króna.

Útvegsmenn fagna hins vegar áformum sjávarútvegsráðherra um að kvótasetja makríl.

„Menn eru búnir að kosta miklu til að afla þessara veiðiheimilda, kaupa skip og endurnýja búnað til að geta sinnt þessum veiðum sem best,“ segir Adolf Guðmundsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.



Adolf segir að það hafi allir getað farið á makrílveiðar þegar makríllin fór að veiðast hér við land. Þeir sem hafi skapað íslendingum veiðireynslu í greininni eigi að njóta þess því eigi ekki að bjóða upp aflaheimildir. Hann segir að það sé lágmark að stjórnvöld fari að lögum um úthafsveiðar og bindi makrílinn í kvóta. Það hefði raunar átt að vera löngu búið.

Einar Valur Kristjánsson framkvæmdahússins Gunnvarar í Hnífsdal bendir á að ef aflaheimildir í makríl yrðu boðnar upp yrðu það eitt til tvö fyrirtæki sem hefðu fjarhagslega burði til að kaupa allan kvótann.

„Þeir sem kalla á uppboð vilja að hér starfi eitt eða tvö sjávarútvegsfyrirtæki. Menn verða að ákveða hvort að ávinningurinn af þessum veiðum á að dreifast um byggðir landsins eða vera bundinn við eitt eða tvö fyrirtæki,“ segir Einar Valur.

Landssamband smábátaeigenda hefur skýra stefnu í málinu. Smábátaeigendur segja að færaveiðum smábáta í makríl eigi ekki að stjórna með kvótasetningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×