Innlent

Lögreglan leitar vitna að umferðarslysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/GVA
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi, þar sem ekið var á gangandi vegfaranda.  Slysið gerðist á Reykjanesbraut við Fitjar, síðastliðinn fimmtudag um klukkan 18:40.

Lögreglan óskar sérstaklega eftir því að ná tali af aðila á dökkri jeppabifreið, mögulega svörtum Mitsubishi Pajero, sem hafði ekið konu að Fitjum á umræddum tíma. Hún var farþegi í bifreiðinni og fór úr henni á bensínafgreiðslu Orkunnar á Fitjum. Konunni er nú haldið sofandi í öndunarvél á Landspítalanum.

Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1700.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×