Innlent

Keyrði nokkra kílómetra eftir bílveltu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Bifreiðin er stórskemmd og er víst að bílbeltin björguðu ökumanni frá alvarlegum meiðslum.
Bifreiðin er stórskemmd og er víst að bílbeltin björguðu ökumanni frá alvarlegum meiðslum. mynd / budardalur.is
Rjúpnaveiðimaður missti stjórn á lítilli jeppabifreið í hálku í gærmorgun með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og fór eina veltu. Óhappið varð skammt vestan við Búðardal.

Þetta kemur fram á fréttavefnum búðardalur.is.

Bifreiðin hafnaði á hjólunum og slapp ökumaðurinn ómeiddur. Hann gat skipt um eitt dekk sem hafði affelgast við óhappið og ók síðan nokkra kílómetra til baka í Búðardal þar sem hann gerði vart við sig.

Eins og sjá má á myndinni er bifreiðin mikið skemmd og mikið mildi að ekki fór verr. Bílbeltin gerðu sitt gagn og slapp því ökumaðurinn ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×