Ný íslensk tækni gæti sagt til um fyrirburafæðingar: "Eykur öryggi og sparar í heilbrigðiskerfinu" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 20:00 Ásgeir Alexandersson, læknir og meistaranemi í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, er hluti teymis sem stendur að verkefni sem snýst um að nota rafskaut til að fylgjast með rafvirkni í legi óléttra kvenna og greina þannig samdrætti. „Draumurinn er að reyna að finna leið til að greina konur sem eru í fyrirburafæðingum eða í hættu á þeim og ná að veita þeim meðferð fyrr til að koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingum,“ segir Ásgeir. Teymið hefur verið hluti af evrópskum rannsóknarhópi í fimm ár og er stórt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni komið inn í ferlið. Markmiðið er að tæknin verði hluti af búnaði sem framleiddur er fyrir fæðingardeildir og jafnvel einnig heilsugæslustöðvar. „Þetta myndi auka öryggi. Hjá fyrirburum er skaði eins og heilaskaði algengari og sum börnin lifa ekki af. Fyrirburafæðingar og umönnun fyrirbura er lík mjög dýr þannig að þessi tækni gæti vonandi fækkað þessum tilfellum og um leið sparað í heilbrigðiskerfinu.“ Tveggja daga gamall drengur, sem sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt, lét umræður um tækninýjungar ekkert trufla sig í dag, en ef verkefnið gengur vel hjá Ásgeiri og félögum gæti það stuðlað að fleiri heilbrigðum meðgöngum og fæðingum þegar fram í sækir. Og verður þetta á öllum fæðingardeildum í framtíðinni? „Ekki spurning,“ segir Ásgeir og brosir. „Vonandi alla vega. Það er draumurinn og það gæti gerst,“ segir hann. Í síðustu viku var undirritað samkomulag milli Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um stofnun nýs rannsóknarseturs í heilbrigðisverkfræði. Þetta segir Ásgeir mjög mikilvægt, enda snúist greinin um að nýta aðferðir verkfræðinnar til að leysa hin ýmsu heilbrigðisvandamál. „Þetta er framtíðin og þetta verður bara meira og meira spennandi svið.“ Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Ásgeir Alexandersson, læknir og meistaranemi í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, er hluti teymis sem stendur að verkefni sem snýst um að nota rafskaut til að fylgjast með rafvirkni í legi óléttra kvenna og greina þannig samdrætti. „Draumurinn er að reyna að finna leið til að greina konur sem eru í fyrirburafæðingum eða í hættu á þeim og ná að veita þeim meðferð fyrr til að koma í veg fyrir eða seinka fyrirburafæðingum,“ segir Ásgeir. Teymið hefur verið hluti af evrópskum rannsóknarhópi í fimm ár og er stórt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni komið inn í ferlið. Markmiðið er að tæknin verði hluti af búnaði sem framleiddur er fyrir fæðingardeildir og jafnvel einnig heilsugæslustöðvar. „Þetta myndi auka öryggi. Hjá fyrirburum er skaði eins og heilaskaði algengari og sum börnin lifa ekki af. Fyrirburafæðingar og umönnun fyrirbura er lík mjög dýr þannig að þessi tækni gæti vonandi fækkað þessum tilfellum og um leið sparað í heilbrigðiskerfinu.“ Tveggja daga gamall drengur, sem sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt, lét umræður um tækninýjungar ekkert trufla sig í dag, en ef verkefnið gengur vel hjá Ásgeiri og félögum gæti það stuðlað að fleiri heilbrigðum meðgöngum og fæðingum þegar fram í sækir. Og verður þetta á öllum fæðingardeildum í framtíðinni? „Ekki spurning,“ segir Ásgeir og brosir. „Vonandi alla vega. Það er draumurinn og það gæti gerst,“ segir hann. Í síðustu viku var undirritað samkomulag milli Háskólans í Reykjavík og Landspítalans um stofnun nýs rannsóknarseturs í heilbrigðisverkfræði. Þetta segir Ásgeir mjög mikilvægt, enda snúist greinin um að nýta aðferðir verkfræðinnar til að leysa hin ýmsu heilbrigðisvandamál. „Þetta er framtíðin og þetta verður bara meira og meira spennandi svið.“
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira